

Bóka viðtal hjá meðferðaraðila
Á selfossi
Berglind Magnúsdóttir - meðferðaraðili


MA félagsráðgjöf
Sérfræðingur í áfalla- og uppeldisfræði Piu Mellody
MÁPM meðferðaraðili
Berglind Magnúsdóttir er með MA gráðu frá Háskóla Íslands í félagsráðgjöf. Hún er sérfræðimenntuð í áfalla- og uppeldisfræðum Piu Mellody. Þau fræði fjalla um þróun varnarhátta sem afleiðingu af áföllum í uppvexti okkar og hvernig sú upplifun leiðir til endurupplifana áfalla og meðvirkrar hegðunar á fullorðinsárum.
Berglind hefur yfir 20 ára reynslu af vinnu með fólki allt frá líkamlegri heilsu yfir í tilfinningalega úrvinnslu. Berglind hefur einstakt innsæi í vinnu sinni með fólki ásamt djúpri þekkingu á afleiðingum meðvirkni í lífum einstaklinga og birtingarmyndum hennar. Tilfinningaleg og lausnamiðuð nálgun er ein meðferðarnálgun sem Berglind beitir í þerapíu sinni ásamt núvitundar aðferðum (e. mindfulness).
Berglind býður upp á meðferð sem heitir MÁPM (PIT) og er meðferðarnálgun sem er hönnuð til að meðhöndla áföll sem verða til í uppvexti og þeim áhrifum sem áföllin hafa á þroska einstaklinga á fullorðinsaldri, betur þekkt sem meðvirkni. Meðferðarnálgunin byggir á sálgreiningu (e. psychoanalytic therapies), gestalt þerapíu (e. gestalt), fjölskyldukerfisfræði (e. family systems theory), tilfærsla í aldurgreiningu sjálfsins (e. transactional analysis), tilfinningalegri meðferðarnálgun (e. rational emotive therapy) ásamt því að styðjast við siðferðisþroskakenningu Erik Erikson og mannúðarkenningu Carl Rogers. Meðferðin snýr að því að beita einstaklings og hópmeðferðarnálgun þar sem skjólstæðingurinn lærir að takast á við áföllin í uppvexti sínum og síðari birtingarmyndum í daglegu lífi. Nánar er hægt að sjá um slíka meðferð HÉR
Áherslur
-
Áföll og tilfinningaleg úrvinnsla
-
Meðvirkni
-
Útbrennsla (kulnun)
-
Kvíði og áhyggjur
-
Erfið samskipti
-
Mörk og markaleysi
-
Vandamál tengt mataræði
-
Markmiðasetning og mál tengd heilsu og líkamsrækt