


Bóka viðtal hjá meðferðaraðila
Á selfossi
Berglind Magnúsdóttir - meðferðaraðili


MA félagsráðgjöf
Sérfræðingur í áfalla- og uppeldisfræði Piu Mellody
MÁPM meðferðaraðili
Berglind Magnúsdóttir er með MA gráðu frá Háskóla Íslands í félagsráðgjöf. Hún er sérfræðimenntuð í áfalla- og uppeldisfræðum Piu Mellody. Þau fræði fjalla um þróun varnarhátta sem afleiðingu af áföllum í uppvexti okkar og hvernig sú upplifun leiðir til endurupplifana áfalla og meðvirkrar hegðunar á fullorðinsárum.
Berglind hefur yfir 20 ára reynslu af vinnu með fólki allt frá líkamlegri heilsu yfir í tilfinningalega úrvinnslu. Berglind hefur einstakt innsæi í vinnu sinni með fólki ásamt djúpri þekkingu á afleiðingum meðvirkni í lífum einstaklinga og birtingarmyndum hennar. Tilfinningaleg og lausnamiðuð nálgun er ein meðferðarnálgun sem Berglind beitir í þerapíu sinni ásamt núvitundar aðferðum (e. mindfulness).
Berglind býður upp á meðferð sem heitir MÁPM (PIT) og er meðferðarnálgun sem er hönnuð til að meðhöndla áföll sem verða til í uppvexti og þeim áhrifum sem áföllin hafa á þroska einstaklinga á fullorðinsaldri, betur þekkt sem meðvirkni. Meðferðarnálgunin byggir á sálgreiningu (e. psychoanalytic therapies), gestalt þerapíu (e. gestalt), fjölskyldukerfisfræði (e. family systems theory), tilfærsla í aldurgreiningu sjálfsins (e. transactional analysis), tilfinningalegri meðferðarnálgun (e. rational emotive therapy) ásamt því að styðjast við siðferðisþroskakenningu Erik Erikson og mannúðarkenningu Carl Rogers. Meðferðin snýr að því að beita einstaklings og hópmeðferðarnálgun þar sem skjólstæðingurinn lærir að takast á við áföllin í uppvexti sínum og síðari birtingarmyndum í daglegu lífi. Nánar er hægt að sjá um slíka meðferð HÉR
Áherslur
-
Áföll og tilfinningaleg úrvinnsla
-
Meðvirkni
-
Útbrennsla (kulnun)
-
Kvíði og áhyggjur
-
Erfið samskipti
-
Mörk og markaleysi
-
Vandamál tengt mataræði
-
Markmiðasetning og mál tengd heilsu og líkamsrækt
Valdimar Þór Svavarsson - ráðgjafi - Viðtöl á Selfossi og fjarviðtöl

valdimar@fyrstaskrefid.is
Sími 821-0808
Austurvegur 10 Selfossi
MS Stjórnun og stefnumótun
BA félagsráðgjöf
ACC markþjálfi
Vottaður NBI þjálfi
Sérfræðingur í áfalla- og meðvirknifræðum Piu Mellody
Valdimar hefur um langt skeið starfað við ráðgjöf og kennslu á félagslega sviðinu. Hann hefur síðustu árin lagt áherslu á para- og hjónaviðtöl ásamt markþjálfun og leggur sérstaka áherslu á lausnarmiðaða nálgun í meðferðarvinnunni. Valdimar svarar spurningum lesenda Mbl.is auk þess að vera einn ráðgjafa í þáttunum Ást hjá Sjónvarpi Símans. Þá hefur hann einnig komið fram í öðrum viðtalsþáttum í útvarpi og sjónvarpi og verið fastur liður á Rás 1 sem ráðgjafi vegna samskiptamála innan fyrirtækja og komið með kennslu inn í framhaldsskóla og Háskóla Íslands. Athugið að Valdimar veitir eingöngu viðtöl vegna hjóna- og pararáðgjafar og markþjálfun.
Áherslur í tengslum við viðtöl:
-
Hjóna- og paraviðtöl
-
Markþjálfun
Fyrsta skrefið er í eigu hjónanna Berglindar Magnúsdóttur og Valdimars Þórs Svavarssonar. Bæði hafa þau um langt skeið lagt sig fram við að styðja við og efla og hvetja fólk á ýmsum sviðum. Berglind er með yfirgripsmikla menntun og reynslu af meðferðarvinnu þar sem hún hjálpar einstaklingum að vinna úr sársauka og vanlíðan af ýmsu tagi. Valdimar sinnir hjóna og pararáðgjöf ásamt markþjálfun fyrir pör og einstaklinga. Þau sinna bæði ýmisskonar ráðgjöf, fyrirlestrum, námskeiðum og samtalsgrúppum innan fyrirtækja og stofnanna ásamt stundakennslu við Háskóla Íslands. Nánar er hægt að lesa um menntun og áherslur Berglindar og Valdimars undir "Bóka viðtal".
