Gott samband fyrir hjón og pör

Gott samband er gulli betra! Sambönd eru eins ólík eins og þau eru mörg en það eru þó fjölmörg atriði sem þau eiga flest öll sameiginleg. Þar á meðal er sú staðreynd að sambönd sem er hlúð að eru líklegri til að vera nærandi heldur en sambönd sem ekki er verið að sinna. Rannsóknir benda til þess að við förum almennt um 6 árum of seint að leita aðstoðar þegar sambandið er hætt að vera það sem við ætluðum okkur.

 

Á þessu námskeiði er farið yfir helstu atriðin sem talin eru skipta máli til þess að sambönd séu innihaldsrík, ánægjuleg og farvegur til vaxtar fyrir einstaklingana sem í þeim eru. Þátttakendur fá einnig hagnýta punkta sem þeir geta nýtt sem næstu skref til þess að auka gæði sambandsins sem þeir eru í. Líflegt og skemmtilegt námskeið sem hentar öllu fólki í parsambandi. 

Fyrirlesari er Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi sem hefur meðal annars sinnt para og hjónaráðgjöf síðustu árin ásamt því að sitja fyrir svörum um sambönd og samskipti á Mbl.is

Dagsetning: 6. mars

Tími: 18-20

Staðsetning: Síðumúli 28

Verð: 6.900.- kr  (10% afsláttur þegar 2 sæti eru bókuð).  

Hafa samband

Fyrsta skrefið

​​Síðumúla 28, 108 Reykjavík, 2. hæð t.v., efra plan.

Fjölheimar Selfossi, Tryggvagata 13

Sími: 783 6610

kt. 280479-5869

e-mail: fyrstaskrefid@fyrstaskrefid.is​

www.fyrstaskrefid.is

  • Black Facebook Icon