
Hjóna- og paranámskeið fyrsta skrefsins
Góð sambönd eru engin tilviljun
Það er sennilega fátt sem er verðmætara en innihaldsríkt ástarsamband. Þegar við fjárfestum í sambandinu okkar erum við að leggja inn fyrir ávöxtun sem verður ekki verðlögð - það eru óendanleg verðmæti.
Hjóna- og paranámskeið Fyrsta skrefsins er áskorandi og innihaldsríkt námskeið sem byggir á þekktum fræðum og sannreyndum aðferðum í sambandsmálum ásamt því að miðla af reynslu óteljandi aðila sem hafa tekið skrefið og unnið markvisst í því að gera gott ennþá betra.
Hjónin Berglind Magnúsdóttir og Valdimar Þór Svavarsson kenna á námskeiðinu en bæði hafa þau um árabil sinnt ráðgjöf og meðferð fyrir einstaklinga og pör. Berglind starfar sem meðferðaraðili hjá Fyrsta skefinu og Valdimar starfar sem framkvæmdastjóri Samhjálpar. Námskeiðið byggir jafnt á umsjónaraðilum sem og innri vinnu og eigin framlagi þátttakenda.
Á námskeiðinu skyggnumst við bæði inn í lykilþætti góðra sambanda og samskipta auk þess að skoða algenga þætti sem geta staðið í vegi fyrir því að sambandið vaxi og dafni eins og best væri á kosið. Námskeiðið er helgarnámskeið, laugardag og sunnudag, og í framhaldi af námskeiðinu fylgja tveir tímar fyrir hvert par í paramarkþjálfun. Þetta námskeið lætur engan ósnortinn og færir þátttakendum raunveruleg verkfæri og reynslu sem nýtist til þess að eiga hamingjusamara líf til frambúðar.
-
Dagsetning: 23. og 24. janúar
-
Tími: 11:00 - 15:00 auk 30 min. paramarkþjálfun í fyrstu og fjórðu viku eftir námskeiðið
-
Fjöldi: Hámark 5 pör
-
Innifalið er hádegismatur báða dagana.
-
Kennarar: Berglind Magnúsdóttir og Valdimar Þór Svavarsson
-
Verð: 65.000.- krónur fyrir par
Innifalið í verði:
-
Helgarnámskeið
-
NBItm paragreining
-
Tveir 30 min. tímar í paramarkþjálfun í framhaldi af námskeiði
-
Hádegisverður laugardag og sunnudag