NÝTT UPPHAF - djúpmeðferð
Nýtt upphaf er djúpmeðferð sem byggir á meðvirkni og áfallameðferð Piu Mellody (MÁPM) og Umbreytandi öndun (Transformational breath). Þrír til fjórir einstaklingar komast í meðferðina og er bæði einstaklings- og hópmiðuð. Meðferðin stendur í fjóran og hálfan dag, samtals um 40 klukkustundir. Meðferðin er hönnuð til að meðhöndla áföll sem verða til í uppvexti og þeim áhrifum sem áföllin hafa á þroska einstaklings á fullorðinsaldri, betur þekkt sem meðvirkni.
Meðvirkni:
Meðferðarnálgun Piu Mellody byggir á sálgreiningu (e. psychoanalytic therapies), gestalt þerapíu (e. gestalt), fjölskyldukerfisfræði (e. family systems theory), tilfærsla í aldursgreiningu sjálfsins (e. transactional analysis), tilfinningalegri meðferðarnálgun (e. rational emotive therapy) ásamt því að styðjast við siðferðisþroskakenningu Erik Erikson og mannúðarkenningu Carl Rogers. Meðferðin snýr að því að beita einstaklings og hópmeðferðarnálgun þar sem skjólstæðingurinn lærir að takast á við áföllin í uppvexti sínum og síðari birtingarmyndum í daglegu lífi.
Umbreytandi Öndun:
Breyttu því hvernig þú andar og þú breytir lífi þínu. Þetta eru orð Dr. Judith Kravitz stofnanda Transformational Breath stofnunarinnar. Við þurfum öll á andardrættinum að halda og eiga persónulegt samband við hann. Ef þú veist ekki hvernig þú andar er möguleiki að þú sért að loka á lífskraftinn sem býr nú þegar í þér. Þessi lífskraftur er falinn undir streitu og áföllum sem birtist með ýmsum myndum eins og þunglyndi, kvíða, vanmætti og ráðaleysi svo eitthvað sé nefnt. Í meðferðinni er andardráttur þinn greindur og þér leiðbeint hvernig þú innleiðir opin og heilbrigðan andardrátt og með því lærir þú einfalda leið sem þú getur tekið með þér til að takast á við lífið og verkefni þess með gjörbreyttum og áhrifaríkum leiðum. Andardrátturinn er lykilinnihaldsefnið að okkar sanna sjálfi.
Berglind Magnúsdóttir hefur til fjölda ára beitt meðvirkni og áfallameðferð til skjólstæðinga sinna með áhrifaríkum hætti. Í hverri meðferð er þróun og þekking sem fæðist fram sem gerir meðferðina dýpri og áhrifaríkari hverju sinni. Ný viðbót við meðferðina er Transformational Breath, sem gerir meðferðina heildrænni og áhrifaríkari. Líkt og Pia Mellody, höfundur MÁPM áttaði sig á upp úr 1970 var að þær meðferðarnálganir sem voru í boði á þeim tíma voru ekki nægilega áhrifaríkar til að mæta hennar eigin þörfum og þörfum skjólstæðinga sinna. Í kjölfarið fór Mellody að þróa meðferðarnálgun með áhrifaríkum hætti og eru meðferðaraðilar nú víða um heim sem hafa hlotið þjálfun sem MÁPM meðferðaraðilar (sérfræðingar í áfalla- og meðvirknifræðum Piu Mellody) og nýta sér þessa meðferðarnálgun í vinnu sinni.
Meðferðin Nýtt Upphaf er afrakstur margra ára þróunar þar sem Berglind hefur unnið að því að mæta síbreytilegum þörfum skjólstæðinga. Samkvæmt siðareglum félagsráðgjafa á Íslandi á félagsráðgjafi að hafa frumkvæði að því að þróa nýjar hugmyndir og hrinda þeim í framkvæmd. Berglind fetar í fótspor sinna kennara og hlustar af næmni og hugrekki á hvað er rétt hverju sinni til að leysa, lækna og sleppa sárum fortíðarinnar svo frelsi taki við hverjum þeim sem nýtur meðferðarinnar.
Af hverju djúpmeðferð?
Í þessari meðferð skoðum við, stígum inn í og samþykkjum þau áföll sem skjólstæðingur hefur upplifað í uppvextinum. Samkvæmt rannsóknum, þá eru bein tengsl á milli áfalla (e. trauma) í bernsku og hvernig við tökumst á við raunveruleikann á fullorðinsaldri. Sá raunveruleiki sem við upplifum í dag er endurspeglun af fjölskyldumynstrum okkar í bernsku. Markmið meðferðarinnar er að fá rými til að opna augu okkar, hjarta og skynjun fyrir því sem hefur haft áhrif á okkur án dóms og ásakana.
Nokkur merki þess að við erum að takast á við sársauka fortíðarinnar eru:
• Vandi með að finna eigið virði „að innan“
• Vandi með að setja heilbrigð mörk og standa við þau.
• Vandi með að upplifa sig ekta
• Vandi með að hlúa að löngunum sínum og þörfum.
• Vandi með að upplifa gagnkvæm tengsl
• Vandi með að upplifa jafnvægi í stað öfga og stjórnleysis.
Sjónum er beint að því að þroska þann hluta sem hefur ekki fengið heilbrigðan farveg með innri barna vinnu, foreldrun og umbreytandi öndun. Meðferðin miðast við að auka færnina til að lifa í sátt og öryggi hið innra með sjálfsskilningi, ábyrgð og heilbrigðum mörkum.
Nokkur merki þess að við erum að sleppa tökunum á sársauka fortíðarinnar:
-
Ég skynja oftar eigið virði – ég er nóg.
-
Ég set heilbirgð mörk gagnvart sjálfri/um mér og öðrum og stend við þau.
-
Ég skynja oftar öryggi.
-
Ég treysti mér oftar.
-
Ég á auðveldara með að tjá þarfir mínar og langanir.
-
Mér líður oftar vel í kringum aðra og finnst ég tilheyra.
-
Ég upplifi oftar jafnvægi og sátt.
-
Ég er oftar jákvæð/ur.
-
Ég upplifi meiri gleði, kærleika og kraft.
Næsta meðferð verður eftirfarandi daga:
16. september kl. 09:00 - 17:00
17. september kl. 09:00 - 17:00
18. september kl. 09:00 - 17:00
19. september kl. 09:00 - 17:00
20. september kl. 09:00 - 12:00
Dagarnir byrja kl. 09.00 og fylgjum við „no program program” þar sem meðferðin er sjálfstæð í sjálfri sér beitum við djúpri hlustun og mætum hverjum og einum þar sem hann er.