Sáttari ungir menn - er fyrir menn á aldrinum 20-30 sem vilja efla sjálfstraust, styrkja sjálfsmyndina
og sátt í eigin lífi.

Í dag er mikill hraði, stöðugur samanburður, óvægin gagnrýni og áreiti einkennandi þættir í lífi ungs fólks. Ýmislegt sem ætti ekki að hafa mikil áhrif getur orðið mjög áhrifamikið í lífi okkar og stjórnað því hvað við gerum og hvernig okkur líður. Við þessar aðstæður eru margir að upplifa erfiðleika við að fóta sig og finna eigið virði og langanir. Ungir karlmenn eiga undir högg að sækja og margt sem bendir til þess að þeir eigi sérstaklega erfitt uppdráttar. Á þessu námskeiði munum við skoða vel hvað það er sem mestu máli skiptir og hvað það er sem hver og einn raunverulega vill fá út úr lífi sínu.

Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja kynnast sjálfum sér betur og finna styrkleika sína ásamt skýrri sýn á stefnuna í lífinu. Að sama skapi verður sérstök áhersla lögð á sjálfsmynd, sterkari sjálfsviðringu og hvað það er að vera sáttur við sjálfan sig. Þetta er spennandi og áhrifaríkt 8 klukkustunda námskeið.

Einungis 12 sæti í boði á námskeiðinu.

Námskeiðið er í höndum Valdimars Þórs Svavarssonar ráðjafa og fyrirlesara.

 

  • Hvar: Námskeiðið fer fram í Síðumúla 28, 1. hæð efra plan

  • Hvenær: Kl. 10-18 laugardaginn 1. september

  • Verð: 22.000.- kr. (boðið upp á að greiða í tvennu lagi)

  • Fjöldi: Hámark 12 manns

Boðið verður upp hádegismat og aðrar veitingar yfir daginn.

Fyrsta skrefið

​​Reykjavík: Síðumúla 23, 108 Reykjavík, 2. hæð

Selfossi: Austurvegi 6 3. hæð t.h. 

Sími: 783 6610

e-mail: fyrstaskrefid@fyrstaskrefid.is​

www.fyrstaskrefid.is

Hafa samband
  • Black Facebook Icon