Meðvirkni- og áfallameðferð

Tveggja daga meðferð í höndum Berglindar Magnúsdóttur. Meðferðin kallast Intesive therapy – PIT og er lokað úrræði sem eingöngu er í boði fyrir fáa aðila sem þurfa að hafa lokið ákveðnu ferli áður en að meðferðinni kemur. Þetta úrræði hefur ekki verið í boði fyrr en nú þar sem allt meðferðarferlið fer fram á íslensku. Áður hafa erlendir PIT sérfræðingar komið til landsins og haldið meðferð af þessu tagi með áhugaverðum árangri. PIT stendur fyrir Post induction therapy meðferðarnálgun sem er hönnuð til að meðhöndla áföll sem verða til í samskiptum í uppvexti og þeim áhrifum sem áföllin hafa á þroska einstaklinga á fullorðinsaldri, betur þekkt sem meðvirkni.

 

Aðferðin er byggð á vinnu Piu Mellody sem þekktust er fyrir rannsóknir sínar á meðvirkni og er aðferðin grunnur að starfi hjá meðferðarstofnuninni The Meadows í Bandaríkjunum. Meðferðarnálgunin byggir á sálgreiningu (e. psychoanalytic therapies), gestalt þerapíu (e. gestalt), fjölskyldukerfisfræði (e. family systems theory), tilfærsla í aldurgreiningu sjálfsins (e. transactional analysis), tilfinningalegri meðferðarnálgun (e. rational emotive therapy) ásamt því að styðjast við siðferðisþroskakenningu Erik Erikson og mannúðarkenningu Carl Rogers.

 

Meðferðin snýr að  því að beita einstaklings og hópmeðferðarnálgun þar sem skjólstæðingurinn lærir að takast á við áföllin í uppvexti sínum og síðari birtingarmyndum í daglegu lífi. Aðeins þrjú sæti eru í boði á hverju námskeiði.

​Meðferðin er í höndum Berglindar Magnúsdóttur ráðgjafi og sérfræðingur í áfalla- og uppeldisfræðum Piu Mellody. Þú getur fengið nánari upplýsingar með því að senda póst á berglind@fyrstaskrefid.is

Sarah Bridge nánasti samstarfsaðili Piu mellody og pit sérfræðingur hjá the meadows í bandaríkjunum ásamt Berglindi magnúsdóttur ráðgjafa

Fyrsta skrefið

​​Reykjavík: Síðumúla 23, 108 Reykjavík, 2. hæð

Selfossi: Austurvegi 6 3. hæð t.h. 

Sími: 783 6610

e-mail: fyrstaskrefid@fyrstaskrefid.is​

www.fyrstaskrefid.is

Hafa samband
  • Black Facebook Icon