Meðvirkni og áföll í uppvextinum

Sterk tengsl eru á milli áfalla í tengslum við samskipti, vanrækslu og mismunandi mynda ofbeldis í uppvextinum, og þeirra einkenna sem kennd eru við meðvirkni.

Meðvirkni er stórt vandamál í íslensku samfélagi og þó víðar væri leitað. Vandinn er víðtækur, allt frá óöryggi, eftirgjöf, framtaksleysi, kvíða, þunglyndi, vanlíðan, skömm, sektarkennd, samskiptaörðugleikum, hjónabandsörðugleikum, ótti við álit annarra, stjórnsemi, fíknir, tilfinningaleg flatneskja og lágt sjálfsmat svo eitthvað sé nefnt.

Á þessu námskeiði verður farið ýtarlega yfir hugtakið meðvirkni, hverjar orsakir hennar eru, helstu einkenni og hvaða áhrif hún hefur á hversdagslegt líf okkar.

„Meðvirkninámskeiðið opnaði algjörlega augun mín fyrir hlutum sem stóðu í veginum fyrir því að ég gæti upplifað eðlilegt líf“ B.J.

„Eye opening! Skemmtilegra en mig grunaði, heinlega stórskemmtilegt og hló oft upphátt af því ég var að tengja svo mikið. Nú veit ég af hverju ég er meðvirk - vissi það aldrei áður. Það er gott að skilja. Hefði vilja sitja miklu lengur. Hvetjandi að hlusta á fáranlega hressan einstakling sem hefur farið í gegnum ýmislegt sem augljóslega hefur tekist að vinna í sínu, þá verður batinn og ferlið ekki eins fjarlægt manni. Takk“ .

„Stórgóð framsettning og flutningur. Ég vildi að ég hefði séð þetta með þessum hætti fyrr. Ef ég réði þá væri þetta efni skyldufag í 10. bekk grunnskóla.“

„Ég hélt að meðvirkni ætti bara við um aðstandendur alkahólista en sé að hún getur haft áhrif á alla“ E.G.

„Magnaður fyrirlestur og ný nálgun, gott fyrir mig sem móður, eiginkonu og kennara“ H.L.

  • Dagsetning auglýst síðar

  • Tímalengd: 4 klst

  • Verð 11.500.- (10% afsláttur fyrir ef bókuð eru 2 sæti)

  • Léttar veitingar í boði

Fyrirlesari er Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi og sérfræðingur í áfalla- og uppeldisfræðum Piu Mellody

Fyrsta skrefið

​​Reykjavík: Síðumúla 23, 108 Reykjavík, 2. hæð

Selfossi: Austurvegi 6 3. hæð t.h. 

Sími: 783 6610

e-mail: fyrstaskrefid@fyrstaskrefid.is​

www.fyrstaskrefid.is

Hafa samband
  • Black Facebook Icon