Young Woman Contemplating

 nám í áfalla- og Meðvirknimeðferð

Piu Mellody - ÁMPM

Áfalla- og meðvirknimeðferð Piu Mellody fjallar um aðferð sem fagaðilar geta nýtt til þess að vinna með einstaklinga sem orðið hafa fyrir áföllum í uppvextinum sem síðar á lífsleiðinni hafa alvarleg áhrif á þroska, líðan og hegðun.

Um Piu Melldoy

Pia Mellody, höfundur meðferðarinnar, er sjálf þolandi ofbeldis og vanrækslu í uppvexti og áttaði sig á því upp úr 1970 að þær meðferðarnálganir sem voru í boði á þeim tíma voru ekki nægilega áhrifaríkar til að mæta hennar eigin þörfum og þörfum skjólstæðinga sinna. Hún starfaði á þeim tíma hjá meðferðarstofnuninni The Meadows sem er virt meðferðarstofnun í Pheonix Arisona í Bandaríkjunum og hóf að gera rannsóknir þar með viðtölum við þjónustuþega meðferðarstofnunarinnar. Pia Mellody fór að þróa meðferðarnálgun sína með áhrifaríkum hætti og byggir allt meðferðarstarf The Meadows á módeli Piu í dag en stofnunin fæst einkum við fíknivanda og áfallavinnu. Einnig eru meðferðaraðilar í Bandaríkjunum, Bretlandi, Íslandi og víðar sem hafa hlotið þjálfun í áfalla- og meðvirknifræðum Piu Mellody og nýta sér þessa meðferðarnálgun í vinnu sinni.

Pia Mellody hefur gefið út nokkrar bækur út frá rannsóknum sínum, þar á meðal bækurnar Facing co-dependency, Facing love addiction og Intimacy factor.

Hvers krefst námið af þátttakendum?

Talsverður munur er á því að fræðast um aðferðarfræðina og að nota hana í starfi með einstaklingum. Til þess að öðlast réttindi sem ÁMPM meðferðaraðili þurfa einstaklingar að sitja tvær námslotur, annars vegar 4 daga og hins vegar 2 daga, samtals 60 kennslustundir. Þar að auki þurfa þeir að undirbúa sig fyrir námskeiðið með sjáfsvinnu, þar á meðal skráningu fjölskyldu- og áfallasögu sem unnið er með á námskeiðinu sjálfu. Þátttakendur sem hyggja á að nýta aðferðina í sínu starfi þurfa einnig að fara sjálfir í gegnum meðferðarferlið og vera undir handleiðslu kennara í 10 klukkustundir.​​

Tímasetningar og verð

Dagsetning

Fyrsta lota 7., 8., 9. og 10. október 2021

Seinni lota 28. og 29. janúar 2022

Gera þarf ráð fyrir að teknir séu 4 handleiðslutímar á milli lota og 6 tímum eftir síðari lotu. Hluti handleiðslunnar eru hóphandleiðslutímar.  

Verð

350.000.- krónur (10% afsláttur við snemmskráningu til 1. ágúst 2021)

Innifalið í verði eru námsloturnar, aðstoð við undirbúningsvinnu, 10 handleiðslutímar, námsefni og bækur sem tengjast náminu.

 

Boðið er upp á að skipta greiðslum og umsækjendum bent á að athuga með styrki hjá stéttarfélögum.

Hámarksfjöldi eru 10 þátttakendur

Umsjón og kennsla

Berglind Magnúsdóttir, MA félagsráðgjöf – MÁPM sérfræðingur

Valdimar Þór Svavarsson, MS stjórnun og stefnumótun, BA félagsráðgjöf, MÁPM sérfræðingur

Anna Sigríður Pálsdóttir, Guðfræðingur Cand. Theol, handleiðslufræðingur, MÁPM sérfræðingur

Af hverju hentar námið fagfólki?

Námið er ætlað fagfólki sem hefur menntun og reynslu á félagslega sviðinu s.s. sálfræði, félagsráðgjöf, guðfræði og aðrir ráðgjafar og meðferðaraðilar. 

 

Pia Mellody leggur fram módel sem sýnir tengsl vanvirks uppeldis (áfalla í samskiptum) og vandamála síðar á lífsleiðinni, þar á meðal skort á tilfinningalegu jafnvægi, tengslavanda, skapgerðarvanda, stjórnleysi og ýmis önnur vandamál. Kunnáttan á einkar vel við þegar rætt er um vandamál í samskiptum og nánum samböndum auk innri vanlíðan af ýmsu tagi. Reynsla okkar hjá Fyrsta skrefinu er sú að sérfræðingar og aðrir hafa tekið fagnandi við fræðslu í tengslum við módel Piu Mellody. Það þykir einkar hagnýtt og kröftugt í meðferðarvinnu. Meðferðaraðilar hafa notað þekkinguna með góðum árangri og talsverð eftirspurn eftir slíkri þekkingu. Þá hafa verið námskeið um efnið í nokkur ár og fjöldi þátttakenda eru í hundruðum talið og eftirspurnin stöðugt að aukast. Meðal þeirra sem hafa falast eftir fræðslu og námskeiðum um efnið eru félagsþjónustur víða um land, fyrirtæki, kennarafélög, skólar, meðferðastofnanir, starfsendurhæfingar og félagsþjónusta Reykjavíkur svo eitthvað sé nefnt.

Hvað læra þátttakendur?

 • Birtingamyndir ofbeldis og vanrækslu og áhrif þessara þátta á mismunandi tímabil í uppvexti barna.

 • Sérþekking á fimm grunneiginleikum sem fram koma í módeli Piu Mellody og hvernig skekkjur gagnvar þeim birtast í tengslum við erfiðleika í samskiptum og nánum samböndum á fullorðinsárum.

 • Tengsl og mótun hlutverka í vanvirkum fjölskyldum.

 • Tengsl meðvirkni og lágs sjálfsmats og þroska einstaklingsins.

 • Tengsl meðvirkni og erfiðleika með að setja mörk.

 • Hæfni til að vinna með og aðstoða fólk sem hefur orðið fyrir áföllum í uppvextinum.

 • Greining mismunandi birtingamynda meðvirkrar hegðunar og innri vanlíðanar sem af henni stafar.

 • Að greina og útskýra Særða barnið, Aðlagaða særða barnið og Aðlagaða fullorðna særða barnið í samanburði við fullorðinn einstakling með virkan þroska.

 • Innri barnavinna útskýrð.

 • Hvernig bornar tilfinningar og ómeðvituð yfirfærsla á sér stað.

 • Kennsla um innri barnavinnu og sársaukaminnkandi áfallavinnu með skjólstæðingum.

 • Fræðsla um tengsl meðvirkni- og áfallafræði við ástarfíkn og ástarforðun (e. love addiction – love avoidant).

 • Fagleg nálgun meðferðaraðila rædd og mikilvægi þess að þekkja eigin takmarkanir og hvenær beita má meðferð og hvenær ekki.

Menntunarkröfur þátttakenda

Lágmarkskröfur í námið er grunnmenntun á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda, s.s. á sviði sálfræði, félagsráðgjafar og hjúkrunar og viðkomandi þarf að hafa viðamikla reynslu af vinnu með fólki. Æskilegt er að þátttakendur hafi öðlast meistaragráðu og ganga þær umsóknir fyrir.

Meðferðarnálgunin byggir á sálgreiningu (e. psychoanalytic therapies), gestalt þerapíu (e. gestalt), fjölskyldukerfisfræði (e. family systems theory), tilfærsla í aldurgreiningu sjálfsins (e. transactional analysis), tilfinningalegri meðferðarnálgun (e. rational emotive therapy) ásamt því að styðjast við siðferðisþroskakenningu Erik Erikson og mannúðarkenningu Carl Rogers. Meðferðin snýr að  því að beita einstaklings og hópmeðferðarnálgun þar sem skjólstæðingurinn lærir að takast á við áföllin í uppvexti sínum og síðari birtingarmyndum í daglegu lífi.

Umsagnir skjólstæðinga

11062b_fd5c21cdc57f4b19b00f8ec0988396fe_
logo1_Fyrstaskrefið_7.jpg

Umsagnir skjólstæðinga ÁMPM 

"Það eru engin orð yfir því að lýsa þessu námskeiði eða þeim upplifunum sem ég varð fyrir, en ef ég reyni að koma því í orð þá var þetta eitt það magnaðasta sem ég hef upplifað. Svo ótrúlega frelsandi og ég geng hér út sem margfalt sterkari einstaklingur, margfallt! Berglind hefur einstaka náðargáfu og er einfaldlega fædd í það hlutverk sem hún hefur á námskeiðinu. Endalausar þakkir fyrir að leiða mig í gegnum allt og sýna mér ljósið mitt, demantinn minn. Takk!" AK

" Ég hef prófað ýmislegt til að uppræta vanlíðan sem tengist erfiðri reynlsu. Þær aðferðir sem beitt var á þessu námskeiði hafa skilað mér meiru en allt hitt samanlagt. Mér finnst ég vera - og ég veit að ég er komin á vegferð sem á eftir að breyta lífi mínu. Námskeiðið var líka erfitt en ég geng út af því með ró í huga og gleði í hjarta." BK