top of page

Að setja fólki mörk

Mörk.jpg
Okkar daglega líf felur oftast í sér að vera í kringum annað fólk, hvort sem það er á vinnustað, í námi, á meðal fjölskyldu og vina eða einfaldlega ókunnugra í ýmsum aðstæðum. Í öllum tilvikum þar sem við erum að umgangast annað fólk, hvort sem við eigum í beinum samskiptum við það eða ekki, þá reynir á mörkin okkar. Sumir eru með skýr mörk á meðan aðrir eru markalausir. Sumir virða mörk annarra á meðan aðrir gera það ekki. 
 
Á námskeiðinu er meðal annars farið yfir:
  • Að þekkja lykilatriði í tengslum við mörk, á hvaða sviðum þau birtast
  • Hvernig það að að setja sér heilbrigð mörk hefur jákvæð áhrif á sjálfstraust, öryggi og innri frið í umgengni við annað fólk 
  • Þekki þrjár mismunandi tegundir marka og hvernig markaleysi getur haft áhrif á þessa þætti
  • Leiðir til þess að setja skýr og heilbrigð mörk
Námskeðið hentar öllum og sérstaklega þeim sem vilja styrkja eiginleika sína til að setja öðrum skýr og heilbrigð mörk, hvort sem er í vinnu eða einkalífi.
  • Lengd námskeiðs: 29 mínútur (þú horfir á þínum hraða)
  • Verð: 9.000.- 
  • Efnisveita: Akademias (þú færist á vef Akademias þegar þú horfir)
  • Mörg stéttarfélög veita styrki vegna námskeiða
   

Fyrirlesari er Valdimar Þór Svavarsson.  Valdimar er sérmenntaður í meðvirkni- og áfallafræðum Piu Mellody, hann er með MS gráðu í stjórnun og stefnumótun, BA gráðu í félagsráðgjöf og ACC vottaður markþjálfi. Valdimar hefur starfað í rúman áratug við ráðgjöf með einstaklingum, pörum og fjölskyldum. Hann sinnir einnig fyrirtækjaráðgjöf og hefur haldið mikinn fjölda námskeiða og fyrirlestra í fyrirtækjum og stofnunum um land allt í tengslum við samskipta- og mannauðsmál.

Valdimar2_edited.jpg
bottom of page