Meðvirkni orsök og afleiðingar | Fyrsta skrefid
top of page

Meðvirkni
orsök og afleiðingar

Meðvirkni og afneitun
Meðvirknin er mjög alvarlegt vandamál sem snertir mun fleiri en marga grunar. Hún hefur eyðileggjandi áhrif á líf fólks, hvort sem það eru sambönd, samskipti, starfsframi, áhugamál, menntun eða hvað annað sem skiptir okkur mestur máli í lífinu. Hún veldur sárri vanlíðan, gremju, minnimáttarkennd, ótta og kvíða sem hefur bæði áhrif á sálræna og líkamlega heilsu. Það getur verið erfitt að átta sig á öllum þeim birtingarmyndum sem meðvirknin hefur og orsakir hennar koma flestum mjög á óvart!
Á þessu vinsæla námskeiði er meðvirknin útskýrð á máta sem þú hefur ekki séð áður. Á námskeiðinu færðu góða yfirsýn yfir birtingamyndir og einkenni meðvirkninnar og hverjar raunverulegar orsakir hennar eru. Meðal þess sem farið er yfir er greiningarmódel Piu Mellody sem rannsakað hefur meðvirknina og gefið út nokkrar bækur um hana. Fjallað er um áföll í samskiptum í uppvextinum (e. relational trauma) og tengsl þeirra við meðvirka hegðun.  Þá er einnig fjallað um leiðir sem mælt er með til þess að vinna úr einkennum meðvirkninnar. 

„Meðvirkninámskeiðið opnaði algjörlega augun mín fyrir hlutum sem stóðu í veginum

fyrir því að ég gæti upplifað eðlilegt líf“ B.J.

„Stórgóð framsetning og flutningur. Ég vildi að ég hefði séð þetta með þessum hætti fyrr.

Ef ég réði þá væri þetta efni skyldufag í 10. bekk grunnskóla.“

„Ég hélt að meðvirkni ætti bara við um aðstandendur alkahólista en sé að hún getur haft

áhrif á alla“ E.G.

„Magnaður fyrirlestur og ný nálgun, gott fyrir mig sem móður, eiginkonu og kennara“ H.L.

  • Lengd námskeiðs: 1,5 klst (þú horfir á þínum hraða)
  • Verð: 18.000.- ATH - Mörg stéttarfélög veita styrki vegna námskeiða
  • Efnisveita: Akademias (þú færist á vef Akademias þegar þú horfir)
        

Fyrirlesari er Valdimar Þór Svavarsson.  Valdimar er sérmenntaður í meðvirkni- og áfallafræðum Piu Mellody, hann er með MS gráðu í stjórnun og stefnumótun, BA gráðu í félagsráðgjöf og ACC vottaður markþjálfi. Valdimar hefur starfað í rúman áratug við ráðgjöf með einstaklingum, pörum og fjölskyldum. Hann sinnir einnig fyrirtækjaráðgjöf og hefur haldið mikinn fjölda námskeiða og fyrirlestra í fyrirtækjum og stofnunum um land allt í tengslum við samskipta- og mannauðsmál.

Valdimar2_edited.jpg
bottom of page