top of page
pexels-belle-co-99483-1000445.jpg

Transformational
breath
®

BREATH OF JOY

Opin og flæðandi andardráttur, opið og flæðandi líf.


Breath of Joy - Transformational Breath. Kraftmikill umbreytandi hóptími í samsköpun. Námskeiðið er heildrænt þar sem þreföld virkni á sér stað. Fyrst líkamleg svo hugarfarsleg-tilfinningaleg og síðast andleg. Með þessu móti eigum við auðveldara með að tengjast innsæi okkar.
Fegurðin við meðferðina er að hún hjálpar okkur að innleiða áföll sem við höfum orðið fyrir á lífsleiðinni með einföldum en kraftmiklum hætti. Finnum meiri gleði, meiri kraft og meiri kærleika. 

 

Breath of Joy er í boði einu sinni í mánuði

Lágmarksfjöldi 3 og hámark 4 

Fer fram á Selfossi, austurvegi 10

Tímalengd: 2 klst

Verð 25.000.- kr. 

Til að sjá næsta tíma, smelltu á bóka. 

Transformational breath meðferðaraðili

Berglind Magnúsdóttir er klínískur félagsráðgjafi, MA. Grundvöllur í hennar störfum er virðing fyrir manngildi og sérstöðu hvers einstaklings og trú á getu hans til að nýta hæfileika sína til fullnustu. Berglind er viðurkenndur Transformational Breath meðferðaraðili og lærði tæknina meðal annars undir handleiðslu Dr. Judith Kravitz stofnanda Transformational Breath stofnunaninnar. Berglind er brautryðjandi Transformational Breath á Íslandi. Hún er einnig sérmenntuð í MÁPM (meðvirkni- og áfallafræði Piu Mellody) sem er meðferðarnálgun hönnuð til að meðhöndla áföll sem verða til í uppvextinum og þeim áhrifum sem áföllin hafa á þroska einstaklinga á fullorðinsaldri, betur þekkt sem meðvirkni. Í dag starfar Berglind Magnúsdóttir hjá Fyrsta Skrefinu og sem stundakennari við Háskóla Íslands þar sem hún kennir MÁPM meðferðarnálgunina til meistaranema í félagsráðgjöf.

bottom of page