top of page


Krefjandi starfsmannaviðtöl

Fátt er mikilvægara fyrir vinnustaði en að þar sé góður starfsandi og gagnleg samskipti. Það er eðlilegur hluti af starfsemi fyrirtækja og stofnana að eiga í samskiptum við starfsfólk og þegar upp koma vandamál þurfa stjórnendur að stíga inn. Rannsóknir sýna að talsverður hluti stjórnenda telur krefjandi starfsmannaviðtöl erfiðasta hluta vinnu sinnar. Oft vonar fólk að vandamálið hverfi með tímanum og forðast að takast á við samtöl sem nauðsynlegt er að taka. Hætt er við því að það valdi enn meiri vanda og hafi afar slæm áhrif á starfsanda. Að sama skapi geta illa undirbúin samtöl leitt til þess að vandinn aukist.
Á þessu námskeiði er fjallað um einfalda og hagnýta þætti þegar kemur að því að ná góðum árangri í krefjandi starfsmannaviðtölum. Námskeiðið er fyrir alla stjórnendur sem vilja ná því besta fram í starfsfólkinu sínu og auka líkur á farsælli lausn krefjandi samskipta.
-
Fyrirlesari: Valdimar Þór Svavarsson
-
Lengd námskeiðs: 50 mínútur (þú horfir á þínum hraða)
-
Verð: 24.000.-
-
Efnisveita: Akademias (þú færist á vef Akademias þegar þú horfir)
ATH - Mörg stéttarfélög veita styrki vegna námskeiða
Fyrirlesari er Valdimar Þór Svavarsson. Valdimar er með MS gráðu í stjórnun og stefnumótun, sérmenntaður í meðvirkni- og áfallafræðum Piu Mellody, BA gráðu í félagsráðgjöf og ACC vottaður markþjálfi. Valdimar hefur starfað í ruman áratug við ráðgjöf með einstaklingum, pörum og fjölskyldum og haldið mikinn fjölda námskeiða og fyrirlestra í fyrirtækjum og stofnunum um land allt.

bottom of page