Nýtt upphaf - djúpmeðferð
Nýtt upphaf er djúpmeðferð sem byggir á meðvirkni og áfallameðferð Piu Mellody (MÁPM) og umbreytandi öndun (Transformational breath) og er hönnuð til að meðhöndla áföll sem verða til í uppvexti og þeim áhrifum sem áföllin hafa á þroska einstaklinga á fullorðinsaldri, betur þekkt sem meðvirkni. Meðferðarnálgunin byggir á sálgreiningu (e. psychoanalytic therapies), gestalt þerapíu (e. gestalt), fjölskyldukerfisfræði (e. family systems theory), tilfærsla í aldurgreiningu sjálfsins (e. transactional analysis), tilfinningalegri meðferðarnálgun (e. rational emotive therapy) ásamt því að styðjast við siðferðisþroskakenningu Erik Erikson og mannúðarkenningu Carl Rogers. Meðferðin snýr að því að beita einstaklings og hópmeðferðarnálgun þar sem skjólstæðingurinn lærir að takast á við áföllin í uppvexti sínum og síðari birtingarmyndum í daglegu lífi.
Pia Mellody, höfundur meðferðarinnar, er sjálf þolandi ofbeldis og vanrækslu í uppvexti og áttaði sig á því upp úr 1970 að þær meðferðarnálganir sem voru í boði á þeim tíma voru ekki nægilega áhrifaríkar til að mæta hennar eigin þörfum og þörfum skjólstæðinga sinna. Hún starfaði á þeim tíma hjá meðferðarstofnuninni The Meadows sem er virt meðferðarstofnun í Pheonix Arisona í Bandaríkjunum og hefur stofnunin innleitt fræðin í sína meðferðarnálgun. Mellody fór að þróa meðferðarnálgun sína með áhrifaríkum hætti og eru meðferðaraðilar nú víða um heim sem hafa hlotið þjálfun sem MÁPM meðferðaraðilar (sérfræðingar í áfalla- og meðvirknifræðum Piu Mellody) og nýta sér þessa meðferðarnálgun í vinnu sinni. Sístækkandi hópur sérfræðinga hefur kynnt sér og lært nálgunina til þess að nýta í sínu starfi.
Pia Mellody hefur gefið út nokkrar bækur út frá rannsóknum sínum, þar á meðal um meðvirkni, nándarvanda og ástarþrá. Hjá Fyrsta skrefinu starfa þrír meðferðaraðilar sem lokið hafa framhaldsnámi í PIT frá The Meadows (Advanced Post-Induction Therapy (PIT) practitioners)
Afhverju djúpmeðferð
Í þessari meðferð skoðum við, stígum inn í og samþykkjum þau áföll sem þú hefur upplifað í uppvextinum. Samkvæmt rannsóknum, þá eru bein tengsl á milli áfalla (e. trauma) í bernsku og hvernig við tökumst á við raunveruleikann á fullorðinsaldri. Sá raunveruleiki sem við upplifum í dag er endurspeglun af fjölskyldumynstrum okkar í bernsku. Markmið meðferðarinnar er að fá rými til að opna augu okkar, hjarta og skynjun fyrir því sem hefur haft áhrif á okkur án dóms og ásakana.
Nokkur merki þess að við erum að takast á við sársauka fortíðarinnar eru:
• Vandi með að finna eigið virði „að innan“
• Vandi með að setja heilbrigð mörk og standa við þau.
• Vandi með að upplifa sig ekta
• Vandi með að hlúa að löngunum sínum og þörfum.
• Vandi með að upplifa gagnkvæm tengsl
• Vandi með að upplifa meðalhóf í stað öfga og stjórnleysis.
Það sem við gerum er að þroska þann hluta sem hefur ekki fengið heilbrigðan farveg með innri barna vinnu, foreldrun og umbreytandi öndun. Við aukum færni þína til að lifa í sátt og öryggi hið innra með sjálfsskilningi, ábyrgð og heilbrigðum mörkum.
Við vinnum út frá áfalla- og uppeldisfræðum Piu Mellody og Transformational Breath.
Meðferðin skiptist í nokkur þemu þ.e. fyrst líkamlegt svo hugarfarslegt og líkamlegt og síðast andleg skynjun.
Dagarnir byrja kl. 09.00 og fylgjum við “no program program”. Þar sem meðferðin er sjálfstæð í sjálfri sér beitum við djúpri hlustun og mætum hverjum og einum þar sem hann er. Ein meðferð er meðferð annarra og verður til dynamiskt umhverfi lækningar sem erfitt er að útskýra.
Öndun:
Breyttu því hvernig þú andar og þú breytir lífi þínu. Þetta eru orð Dr. Judith Kravitz stofnanda Transformational Breath foundation. Við þurfum öll á andardrættinum að halda og eiga persónulegt samband við hann. Ef þú veist ekki hvernig þú andar er möguleiki að þú sért að loka á lífskraftinn sem býr nú þegar í þér. Þessi lífskraftur er falinn undir streitu og áföllum sem birtist með ýmsum myndum eins og þunglyndi, kvíði, vanmáttur og ráðaleysi svo eitthvað sé nefnt. Hér lærir þú einfalda leið sem þú getur tekið með þér til að takast á við raunveruleikann. Andardrátturinn er lykilinnihaldsefnið að okkar sanna sjálfi. 70 %
Ásetningur meðferðarinnar er að auka gleði, kraft, tilgang, von og kærleika. Með því skýrast mörkin okkar, öryggistilfinning og friður. Umbreyting.
Um meðferðaraðila
Berglind Magnúsdóttir er klínískur félagsráðgjafi, MA. Hún starfar samkvæmt siðareglum félagsráðgjafa á Ísland. Grundvöllur í hennar störfum er virðing fyrir manngildi og sérstöðu hvers einstaklings og trú á getu hans til að nýta hæfileika sína til fullnustu. Berglind er viðurkenndur Transformational Breath facilitator. Berglind er brautryðjandi Transformational Breath á Íslandi. Hún er einning Post induction therapist sem er meðferðarnálgun hönnuð til að meðhöndla áföll sem verða til í uppvextinum og þeim áhrifum sem áföllin hafa á þroska einstaklinga á fullorðinsaldri, betur þekkt sem meðvirkni.
Til þess að fá nánari upplýsingar getur þú sent póst á berglind@fyrstaskrefid.is
Umsagnir þátttakenda:
"Það eru engin orð yfir því að lýsa þessu námskeiði eða þeim upplifunum sem ég varð fyrir, en ef ég reyni að koma því í orð þá var þetta eitt það magnaðasta sem ég hef upplifað. Svo ótrúlega frelsandi og ég geng hér út sem margfalt sterkari einstaklingur, margfallt! Berglind hefur einstaka náðargáfu og er einfaldlega fædd í það hlutverk sem hún hefur á námskeiðinu. Endalausar þakkir fyrir að leiða mig í gegnum allt og sýna mér ljósið mitt, demantinn minn. Takk!" AK
"Námskeiðið er mjög vekjandi, hvetjandi og styrkjandi. Það hjálpaði mér beint að kjarnavandanum mínum og kenndi mér að sjá og skila því sem þurfti. Ég myndi vilja senda flesta sem eru mér kærir á þetta námskeið svo ég mæli 150% með námskeiðinu." ÞJ
"Ég á ekki til orð yfir námskeiðið, ég hefði ekki trúað því hvað það hefur opnað augun mín og hvað það á eftir að gefa mér mikla von og trú á mig og sjálfsálit mitt. Mér finnst ég 100% fullorðin þegar ég labba héðan út og það er það sem ég er búin að leita að allt mitt líf. Takk elsku Berglind." IK
" Bara MAGNAÐ með stórum stöfum. Berglind hefur þá náðargáfu að spila þetta í gegn og hitta á hárréttu nóturnar. Ég geng út sem breytt manneskja og svo miklu tilbúnari að takast á við lífið. Í fyrsta skipti á ævinni hef ég von um að líf mitt geti orðið gott og ég hafi fundið leiðina að bættri líðan - ég hlakka til að vinna meira í mér með þessari aðferð." RH
" Þegar ég skráði mig á námskeiðið var ég rosalega stressuð og alls ekki viss um hvort þetta myndi henta mér. Vissi í raun ekkert hvað ég var að fara út í. En Vá segji ég bara. Þetta var það magnaðasta sem ég hef gert. Hefði aldrei getað trúað því að ég gæti gert það sem ég gerði. Berglind er yndisleg og tel ég það algjöra blessun að hitt hana. Mæli 100% með þessu." ÞH
" Ég hef prófað ýmislegt til að uppræta vanlíðan sem tengist erfiðri reynlsu. Þær aðferðir sem beitt var á þessu námskeiði hafa skilað mér meiru en allt hitt samanlagt. Mér finnst ég vera - og ég veit að ég er komin á vegferð sem á eftir að breyta lífi mínu. Námskeiðið var líka erfitt en ég geng út af því með ró í huga og gleði í hjarta." BK