
Meðvirkni og áfallameðferð Piu mellody
Meðvirkni og áfallameðferð Piu Mellody (MÁPM) er meðferðarnálgun sem er hönnuð til að meðhöndla áföll sem verða til í uppvexti og þeim áhrifum sem áföllin hafa á þroska einstaklinga á fullorðinsaldri, betur þekkt sem meðvirkni. Meðferðarnálgunin byggir á sálgreiningu (e. psychoanalytic therapies), gestalt þerapíu (e. gestalt), fjölskyldukerfisfræði (e. family systems theory), tilfærsla í aldurgreiningu sjálfsins (e. transactional analysis), tilfinningalegri meðferðarnálgun (e. rational emotive therapy) ásamt því að styðjast við siðferðisþroskakenningu Erik Erikson og mannúðarkenningu Carl Rogers. Meðferðin snýr að því að beita einstaklings og hópmeðferðarnálgun þar sem skjólstæðingurinn lærir að takast á við áföllin í uppvexti sínum og síðari birtingarmyndum í daglegu lífi.
Pia Mellody, höfundur meðferðarinnar, er sjálf þolandi ofbeldis og vanrækslu í uppvexti og áttaði sig á því upp úr 1970 að þær meðferðarnálganir sem voru í boði á þeim tíma voru ekki nægilega áhrifaríkar til að mæta hennar eigin þörfum og þörfum skjólstæðinga sinna. Hún starfaði á þeim tíma hjá meðferðarstofnuninni The Meadows sem er virt meðferðarstofnun í Pheonix Arisona í Bandaríkjunum og hefur stofnunin innleitt fræðin í sína meðferðarnálgun. Mellody fór að þróa meðferðarnálgun sína með áhrifaríkum hætti og eru meðferðaraðilar nú víða um heim sem hafa hlotið þjálfun sem MÁPM meðferðaraðilar (sérfræðingar í áfalla- og meðvirknifræðum Piu Mellody) og nýta sér þessa meðferðarnálgun í vinnu sinni. Sístækkandi hópur sérfræðinga hefur kynnt sér og lært nálgunina til þess að nýta í sínu starfi.
Pia Mellody hefur gefið út nokkrar bækur út frá rannsóknum sínum, þar á meðal um meðvirkni, nándarvanda og ástarþrá. Hjá Fyrsta skrefinu starfa þrír meðferðaraðilar sem lokið hafa framhaldsnámi í PIT frá The Meadows (Advanced Post-Induction Therapy (PIT) practitioners)
Fyrsta skrefið býður upp á MÁPM meðferð fyrir aðila sem lokið hafa ákveðnu undirbúningsferli.
Dagsetningar á næstu lotum eru eftirfarandi:
Lota 1: 24.- 25. nóvember (UPPSELT)
Lota 2: 1. – 2. desember
Lota 1: 2.- 3. Febrúa (UPPSELT)
Lota 2: 23. – 24. Febrúar
Lota 1: 30. – 31. Mars (UPPSELT)
Lota 2: 18. – 19. Apríl
Til þess að fá nánari upplýsingar getur þú sent póst á berglind@fyrstaskrefid.is
Umsagnir þátttakenda:
"Það eru engin orð yfir því að lýsa þessu námskeiði eða þeim upplifunum sem ég varð fyrir, en ef ég reyni að koma því í orð þá var þetta eitt það magnaðasta sem ég hef upplifað. Svo ótrúlega frelsandi og ég geng hér út sem margfalt sterkari einstaklingur, margfallt! Berglind hefur einstaka náðargáfu og er einfaldlega fædd í það hlutverk sem hún hefur á námskeiðinu. Endalausar þakkir fyrir að leiða mig í gegnum allt og sýna mér ljósið mitt, demantinn minn. Takk!" AK
"Námskeiðið er mjög vekjandi, hvetjandi og styrkjandi. Það hjálpaði mér beint að kjarnavandanum mínum og kenndi mér að sjá og skila því sem þurfti. Ég myndi vilja senda flesta sem eru mér kærir á þetta námskeið svo ég mæli 150% með námskeiðinu." ÞJ
"Ég á ekki til orð yfir námskeiðið, ég hefði ekki trúað því hvað það hefur opnað augun mín og hvað það á eftir að gefa mér mikla von og trú á mig og sjálfsálit mitt. Mér finnst ég 100% fullorðin þegar ég labba héðan út og það er það sem ég er búin að leita að allt mitt líf. Takk elsku Berglind." IK
" Bara MAGNAÐ með stórum stöfum. Berglind hefur þá náðargáfu að spila þetta í gegn og hitta á hárréttu nóturnar. Ég geng út sem breytt manneskja og svo miklu tilbúnari að takast á við lífið. Í fyrsta skipti á ævinni hef ég von um að líf mitt geti orðið gott og ég hafi fundið leiðina að bættri líðan - ég hlakka til að vinna meira í mér með þessari aðferð." RH
" Þegar ég skráði mig á námskeiðið var ég rosalega stressuð og alls ekki viss um hvort þetta myndi henta mér. Vissi í raun ekkert hvað ég var að fara út í. En Vá segji ég bara. Þetta var það magnaðasta sem ég hef gert. Hefði aldrei getað trúað því að ég gæti gert það sem ég gerði. Berglind er yndisleg og tel ég það algjöra blessun að hitt hana. Mæli 100% með þessu." ÞH
" Ég hef prófað ýmislegt til að uppræta vanlíðan sem tengist erfiðri reynlsu. Þær aðferðir sem beitt var á þessu námskeiði hafa skilað mér meiru en allt hitt samanlagt. Mér finnst ég vera - og ég veit að ég er komin á vegferð sem á eftir að breyta lífi mínu. Námskeiðið var líka erfitt en ég geng út af því með ró í huga og gleði í hjarta." BK