Nánar um Fyrsta Skrefið

Áherslur Fyrsta skrefsins eru að vinna með eftirfarandi atriði:

  • Áföll og úrvinnsla erfiðra tilfinninga sem tengjast áföllum, hvort sem þau tengjast uppvextinum eða nýlegri atvikum. 

  • Markþjálfun (CBT coaching) þar sem áhersla er lögð á að efla og  móta styrkleika, stefnu, markmið og tímaáætlanir einstaklinga.

  • Para- og hjónaráðgjöf þar sem unnið er að bættum samskiptum, nánari samböndum eða úrvinnslu vegna sambandslita.

  • Meðvirkni eða varnarhættir sem þróast hafa frá uppvextinum og í tengslum við markaleysi í samskiptum.

  • Samskipti og samskiptavandamál, hvort sem það snýr að fjölskyldu, vinum, vinnufélögum eða öðrum.

  • Mannauðsmál og stefnumótun fyrirtækja og stofnana. Greiningar, fyrirlestrar, námskeið og persónulegur stuðningur við starfsfólk.

  • Streita og kulnun (útbrennsla) sem afleiðing af álagi í starfi og persónulegu lífi fólks.

  • Stjórnleysi og fíkn þar sem hegðun er farin að hafa slæm áhrif á daglegt líf og markmið einstaklingsins.

  • Áhyggjur, kvíði og geðlægðir af ýmsum orsökum.

Gildi Fyrsta skrefins eru: Virðing, trúnaður, heiðarleiki og hvatning þar sem þarfir viðskiptavina okkar eru í forgangi. 

Hjá Fyrsta skrefinu starfa ráðgjafar sem hafa um árabil starfað sem ráðgjafar og hafa viðamikla persónulega reynslu auk menntunar í tengslum við ráðgjöf, fyrirlestra og námskeiðshald. 

Vertu velkomin/nn til okkar - við tökum vel á móti þér.

Þín líðan

Hafa samband

Fyrsta skrefið

​​Síðumúla 28, 108 Reykjavík, 2. hæð t.v., efra plan.

Fjölheimar Selfossi, Tryggvagata 13

Sími: 783 6610

kt. 280479-5869

e-mail: fyrstaskrefid@fyrstaskrefid.is​

www.fyrstaskrefid.is

  • Black Facebook Icon