top of page

Nánar um Fyrsta Skrefið

Fyrsta skrefið
"MEGINÁHERSLA AÐ VEITA STUÐNING OG EFLA OG HVETJA EINSTAKLINGINN"

Þín líðan - þinn vöxtur - þín hamingja

Fyrsta skrefið er ráðgjafaþjónusta fyrir einstaklinga, pör, fjölskyldur og fyrirtæki.

Við leggjum okkur fram við að mæta viðskiptavinum þar sem þeir eru staddir hverju sinni og vinna að bættri líðan, heilbrigði og hamingju hvers og eins. Slík vinna getur falist í að skoða erfiðar upplifanir úr fortíðinni, krefjandi verkefni í daglegu lífi og valdefling og styrkur fyrir framtíðina.

Áherslur Fyrsta skrefsins eru að vinna með eftirfarandi atriði:

  • Meðvirkni eða varnarhættir sem þróast hafa frá uppvextinum og í tengslum við markaleysi í samskiptum.

  • Streita og kulnun (útbrennsla) sem afleiðing af álagi í starfi og persónulegu lífi fólks.

  • Áföll og úrvinnsla erfiðra tilfinninga sem tengjast áföllum, hvort sem þau tengjast uppvextinum eða nýlegri atvikum. 

  • Samskipti og samskiptavandamál, hvort sem það snýr að fjölskyldu, vinum, vinnufélögum eða öðrum.

  • Jálvæð sálfræði og markþjálfun

  • Para- og hjónaráðgjöf þar sem unnið er að bættum samskiptum, nánari samböndum eða úrvinnslu vegna sambandslita.

  • Stjórnleysi og fíkn þar sem hegðun er farin að hafa slæm áhrif á daglegt líf og markmið einstaklingsins.

  • Áhyggjur, kvíði og geðlægðir af ýmsum orsökum.

  • Mannauðsmál og stefnumótun fyrirtækja og stofnana. Greiningar, fyrirlestrar, námskeið og persónulegur stuðningur við stjórnendur og annað starfsfólk.

Gildi Fyrsta skrefins eru: Virðing, trúnaður, heiðarleiki og hvatning þar sem þarfir viðskiptavina okkar eru í forgangi. 

Hjá Fyrsta skrefinu starfa meðferðaraðilar sem hafa um árabil starfað sem ráðgjafar og hafa viðamikla persónulega reynslu auk menntunar í tengslum við ráðgjöf og meðferðarvinnu.

Vertu velkomin/nn til okkar - við tökum vel á móti þér.

Fyrsta skrefið er í eigu hjónanna Berglindar Magnúsdóttur og Valdimars Þórs Svavarssonar. Bæði hafa þau um langt skeið lagt sig fram við að styðja við og efla og hvetja fólk á ýmsum sviðum. Berglind er með yfirgripsmikla menntun og reynslu af meðferðarvinnu þar sem hún hjálpar einstaklingum að vinna úr sársauka og vanlíðan af ýmsu tagi. Valdimar bíður upp á viðtöl fyrir einstaklinga sem og hjón og pör. Þau sinna bæði ýmisskonar ráðgjöf, fyrirlestrum, námskeiðum og samtalsgrúppum innan fyrirtækja og stofnanna ásamt stundakennslu við Háskóla Íslands. Nánar er hægt að lesa um menntun og áherslur Berglindar og Valdimars undir "Bóka viðtal". 

Valdimar og Berglind

greinar og fróðleikur

bottom of page