top of page

Fjölskylduhlutverk
í alkóhólískum og vanvirkum fjölskyldum

istock-917505716.jpg
Líður þér stundum eins og þú "vitir ekki hver þú ert"? Kannast þú við að vera stöðugt að reyna að bjarga öðrum en í erfiðleikum með að sinna eigin þörfum?  Eða ertu kannski með mikla fullkomnunaráráttu, mátt ekki gera mistök og þarft að ná árangri á öllum sviðum? Passar þú þig að taka þér ekkert fyrir hendur sem þú óttast að þú náir ekki árangri með? Eða hefur þú upplifað að það sé eins og þú sért svarti sauðurinn í fjölskyldunni? Finnur þú fyrir skömm og óöryggi? Ertu kannski að upplifa að þú megir ekki taka pláss og vilt helst vera í láta sem minnst fyrir þér fara?
Á þessu áhugaverða námskeiði er fjallað um tengslin á milli ákveðinna vandamála í vanvirkum og alkóhólískum fjölskildun og hlutverka sem verða til í slíkum aðstæðum. Sem dæmi um hlutverk sem fjallað er um eru "hetjan", "bjargvætturinn" og "týnda barnið", hlutverk sem mjög margir tengja óþægilega vel við. Námskeiðið er í senn krefjandi og opinberandi fyrir alla þá sem kannast við að hafa alist upp við erfiðar aðstæður vegna vímuefnafíknar fjölskyldumeðlims eða annarra uppeldisþátta sem teljast mega verulega ófullnægjandi og vanvirkir. 
  • Fyrirlesari: Valdimar þór svavarsson
  • Lengd námskeiðs: 40 mínútur (þú horfir á þínum hraða)
  • Verð: 19.000.- 
  • Efnisveita: Akademias (þú færist á vef Akademias þegar þú horfir)
        ATH - Mörg stéttarfélög veita styrki vegna námskeiða
Horfa á námskeið

Fyrirlesari er Valdimar Þór Svavarsson.  Valdimar er með MS gráðu í stjórnun og stefnumótun, sérmenntaður í meðvirkni- og áfallafræðum Piu Mellody, BA gráðu í félagsráðgjöf og ACC vottaður markþjálfi. Valdimar hefur starfað í ruman áratug við ráðgjöf með einstaklingum, pörum og fjölskyldum og haldið mikinn fjölda námskeiða og fyrirlestra í fyrirtækjum og stofnunum um land allt.

Valdimar2.JPG
bottom of page