Sambönd sem kæfa og ótti við höfnun | Fyrsta skrefid
top of page

Sambönd sem kæfa
og sjúklegur ótti við höfnun

Ástarfíkn.jpg
Fyrir marga eru náin sambönd virkilega krefjandi, stormasöm og beinlínis sársaukafull. Sumir upplifa að þeir séu að kafna í sambandi sínu, að aðrir séu frekar háðir þeim og að þeir þurfi að taka flestar mikilvægar ákvarðanir því annars gerist ekki neitt. Þeim finnst óþægilegt þegar aðrir vilja tala um tilfinningar eða vilja mikla nánd. Aðrir hugsa stöðugt um sambandið sitt, finnst þeir þurfa meira út úr því, vilja meiri nánd og tilfinningar frá makanum en upplifa reglulega að makinn virðist ekki hafa áhuga og sé að hafna sér, eitthvað sem veldur óbærilegum tilfinningum. Í samböndum þessara aðila er eins og það þurfi reglulega að verða nokkurskonar „sprengingar“ í sambandinu og erfitt sé að ná jafnvægi, langvarandi frið og vellíðan. 
Á þessu áhugaverða námskeiði er fjallað um þessar birtingamyndir sem tengjast mjög áhugaverðum fræðum sem heita ástarþrá og ástarforðun (e. Love addiction / Love avoidant). Farið er yfir orsakir þess að margir leita í raun aftur og aftur í samskonar týpur og sambönd sem breytast úr mjög góðri upplifun yfir í mjög erfiða og sársaukafulla.

Námskeiðið er bæði krefjandi og gagnlegt fyrir alla sem vilja skilja betur hvað veldur þessum vanda auk þess sem fjallað er um skref sem hægt er að taka til að vinna bug á vandanum. 
  • Lengd námskeiðs: 50 mínútur (þú horfir á þínum hraða)
  • Verð: 14.000.- 
  • Efnisveita: Akademias (þú færist á vef Akademias þegar þú horfir)
        ATH - Mörg stéttarfélög veita styrki vegna námskeiða

Fyrirlesari er Valdimar Þór Svavarsson.  Valdimar er sérmenntaður í meðvirkni- og áfallafræðum Piu Mellody, hann er með MS gráðu í stjórnun og stefnumótun, BA gráðu í félagsráðgjöf og ACC vottaður markþjálfi. Valdimar hefur starfað í rúman áratug við ráðgjöf með einstaklingum, pörum og fjölskyldum. Hann sinnir einnig fyrirtækjaráðgjöf og hefur haldið mikinn fjölda námskeiða og fyrirlestra í fyrirtækjum og stofnunum um land allt í tengslum við samskipta- og mannauðsmál.

Valdimar2.JPG
bottom of page