Bóka viðtal hjá ráðgjafa

Berglind Magnúsdóttir - ráðgjafi

berglind@fyrstaskrefid.is

Sími 783-6610

MA félagsráðgjöf - nám stendur yfir

BA félagsráðgjöf

Sérfræðingur í áfalla- og uppeldisfræði Piu Mellody

PIT therapisti

Berglind Magnúsdóttir er með BA gráðu frá Háskóla Íslands í félagsráðgjöf. Hún er sérfræðimenntuð í áfalla- og uppeldisfræðum Piu Mellody. Þau fræði fjalla um þróun varnarhátta sem afleiðingu af áföllum í uppvexti okkar og hvernig sú upplifun leiðir til áfallastreitu og meðvirkni á fullorðinsárum. Þá nýtir Berglind einnig SE (Somatic Experiencing), en sú aðferð upprætir áföll og áfallastreitu með tilfinningalegri úrvinnslu. Höfundur SE er sálfræðingurinn Peter Levine.

Berglind hefur yfir 20 ára reynslu af vinnu með fólki allt frá líkamlegri heilsu yfir í tilfinningalega úrvinnslu. Berglind hefur einstakt innsæi í vinnu sinni með fólki ásamt djúpri þekkingu á afleiðingum meðvirkni í lífum einstaklinga og birtingarmyndum hennar. Tilfinningaleg og lausnamiðuð nálgun er ein meðferðarnálgun sem Berglind beitir í þerapíu sinni ásamt núvitundar aðferðum (e. mindfulness).

Berglind býður upp á meðferð sem heitir PIT og er meðferðarnálgun sem er hönnuð til að meðhöndla áföll sem verða til í uppvexti og þeim áhrifum sem áföllin hafa á þroska einstaklinga á fullorðinsaldri, betur þekkt sem meðvirkni. Meðferðarnálgunin byggir á sálgreiningu (e. psychoanalytic therapies), gestalt þerapíu (e. gestalt), fjölskyldukerfisfræði (e. family systems theory), tilfærsla í aldurgreiningu sjálfsins (e. transactional analysis), tilfinningalegri meðferðarnálgun (e. rational emotive therapy) ásamt því að styðjast við siðferðisþroskakenningu Erik Erikson og mannúðarkenningu Carl Rogers. Meðferðin snýr að  því að beita einstaklings og hópmeðferðarnálgun þar sem skjólstæðingurinn lærir að takast á við áföllin í uppvexti sínum og síðari birtingarmyndum í daglegu lífi.

 

 

Áherslur
 • Áföll og tilfinningaleg úrvinnsla

 • Meðvirkni

 • Útbrennsla (kulnun)

 • Kvíði og áhyggjur

 • Erfið samskipti

 • Mörk og markaleysi

 • Vandamál tengt mataræði

 • Markmiðasetning og mál tengd heilsu og líkamsrækt

Hafdís Hinriksdóttir - klínískur félagsráðgjafi

hafdis@fyrstaskrefid.is

Sími 772-3213

MA félagsráðgjöf

Diploma í handleiðslu

EMDR grunnám

Sérfræðingur í áfalla- og uppeldisfræði Piu Mellody

Hafdís starfar sem þerapisti einstaklinga og handleiðari fagaðila.

Hafdís hefur mikla reynslu í því að vinna með einstaklingum sem hafa orðið fyrir hverskyns áföllum. Hún hefur starfað sem sérfræðingur Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis,  um tveggja ára skeið og hefur því mikla þekkingu á birtingarmyndum ofbeldis og afleiðingum þess. Hún starfaði að auki sem sérfræðingur í utangarðsteymi Reykjavíkurborgar.

Hafdís herfur lokið mastersgráðu í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands og hefur því starfsréttindi sem slíkur. Hafdís lauk einnig diplómanámi í handleiðslu og hefur að auki lokið grunnþjálfun í EMDR áfallameðferð. Rannsóknir hafa sýnt að EMDR er ein af þeim aðferðum sem sýna hvað bestan árangur í meðferð áfalla, kvíða, þunglyndis og áfallastreyturöskunar. EMDR er fyrir fólk sem orðið hefur fyrir erfiðri reynslu, upplifað stór eða smá áföll sem trufla líf þess mánuðum og jafnvel árum saman eftir að atvikin áttu sér stað. EMDR hefur hjálpað meira en milljón manns sem þjáðst höfðu af sálrænum vanda sem rekja mátti til einhvers konar áfalls, svo sem ofbeldis, vanrækslu, náttúruhamfara eða slysa. EMDR hefur einnig reynst vel við meðferð annarra vandamála, eins og verkkvíða, lélegrar sjálfsmyndar, einelti, fælni og annars konar vanda sem tengst getur áföllum.

 

Hafdís er sérfræðimenntuð í áfalla- og uppeldisfræðum Piu Mellody og notast við PIT (Post-Induction Therapy) meðferðarfræðin. Þau fræði fjalla um þróun varnarhátta sem afleiðingu af áföllum í uppvexti okkar og hvernig sú upplifun leiðir til áfallastreitu og meðvirkni á fullorðinsárum. Þá nýtir Hafdís einnig SE (Somatic Experiencing), en sú aðferð upprætir áföll og áfallastreitu með tilfinningalegri úrvinnslu.  Höfundur SE er sálfræðingurinn Peter Levine.

​Hafdís er einnig sérfræðingur í ofbeldi innan íþrótta og hefur haldið margvíslega fyrirlestra hérlendis og erlendis um málefnið.

 

Hafdís heldur fyrirlestra um málefni eins og áföll, afleiðingar áfalla, ofbeldi og fleira. Hafdís heldur að auki námskeið um kulnun, hlutteknikningarþreytu, álag og áföll í starfi.

"Hafdís er yndisleg manneskja með góða nærveru. Ég finn alltaf fyrir öryggi hjá henni. Hefur einstakt lag á að komast inn í dýpsta kjarnann hjá manni. Hefur hjálpað mér meira en orð fá lýst."

Áherslur

 • Áföll og áfallastreita

 • Afleiðingar áfalla og úrvinnsla þeirra

 • Tengslavandi

 • Kvíði og þunglyndi

 • Meðvirkni

 • Handleiðsla fagfólks

 • Ofbeldi innan íþrótta – úrvinnsla og annað

 • Aðferðir sem Hafdís notast við:

 • EMDR áfallameðferð

 • PIT áfallameðferð

 • SE (somatic experience)

"Hafdís hefur hjálpað mér ótrúlega mikið. Hún hjálpaði mér að komast út úr erfiðu tímabili og sjá ljósið aftur eftir áföll. Ég get fullyrt að ég væri ekki á lífi ef það væri ekki fyrir hana."

Anna Sigríður Pálsdóttir  - ráðgjafi

Viðtalsbókanir

annasigridur@fyrstaskrefid.is

Sími 861 -7201

Guðfræðingur Cand. Theol

Handleiðslufræðingur

Sérfræðingur í áfalla- og uppeldisfræði Piu Mellody

Anna Sigríður starfar sem klínískur Þerapisti einstaklinga og handleiðari fagaðila. Anna Sigríður starfaði sem prestur hjá Þjóðkirkjunni á árunum 1997-2014 og sérhæfði sig í ráðgjöf til aðstandenda áfengis- og fíkniefnaneytenda og sálgæslu vegna ástvinamissis og skilnaða. Hún er sérfræðimenntuð í áfalla- og uppeldisfræðum Piu Mellody. Þau fræði fjalla um þróun varnarhátta sem afleiðingu af áföllum í uppvexti okkar og hvernig sú upplifun leiðir til áfallastreitu og meðvirkni á fullorðinsárum. Einnig hefur Anna Sigríður sinnt handleiðslu til fagaðila frá árinu 2000 bæði á Íslandi og í Svíþjóð.


Anna Sigríður er vígður prestur og lauk embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 1996 og námi í Handleiðslu og handleiðslutækni frá Endurmenntun Háskóla Íslands árið 2000.  Hún lauk kennaranámi frá Myndlista- og handíðaskólanum 1968.


Anna Sigríður starfaði árunum 1985 til 1991 hjá  fjölskyldudeild SÁÁ og Fitjum, Kjalarnesi við ráðgjöf til bæði áfengis- og fíkniefnaneytenda og fjölskyldur þeirra.  Árið 1997 vígðist hún til prests og hóf störf hjá Grafarvogskirkju.  Anna Sigríður starfaði einnig við preststörf á Stokkseyri og Eyrarbakka og síðast í Dómkirkju Íslands þar sem hún lauk starfsferlinum hjá kirkjunni 2014.   Frá 1997 hefur hún tvisvar á ári, vor og haust, farið til Linköping í Svíþjóð þar sem hún sér um námskeið fyrir aðstandendur áfengis-og vímuefnaneytenda fyrir ráðgjafafyrirtæki sem heitir Eleonoragruppen og jafnframt sinnt handleiðslu fyrir starfsfólk þar.

Viðtalsbókanir hjá Önnu Sigríði fara fram á annasigridur@fyrstaskrefid.is

Áherslur
 • Einstaklings- og hópahandleiðsla til fagaðila

 • Ráðgjöf til aðstandendur áfengis- og fíkniefnaneytenda

 • Ráðgjöf í meðvirkni

 • Hjóna- og paraviðtöl

 • Sálgæsla vegna ástvinamissis og skilnaða

Hafa samband

Fyrsta skrefið

​​Síðumúla 28, 108 Reykjavík, 2. hæð t.v., efra plan.

Fjölheimar Selfossi, Tryggvagata 13

Sími: 783 6610

kt. 280479-5869

e-mail: fyrstaskrefid@fyrstaskrefid.is​

www.fyrstaskrefid.is

 • Black Facebook Icon