Bóka viðtal hjá meðferðaraðila

Berglind Magnúsdóttir - meðferðaraðili
bm1.jpg

berglind@fyrstaskrefid.is

Sími 783-6610

MA félagsráðgjöf 

BA félagsráðgjöf

Sérfræðingur í áfalla- og uppeldisfræði Piu Mellody

MÁPM meðferðaraðili

Berglind Magnúsdóttir er með MA gráðu frá Háskóla Íslands í félagsráðgjöf. Hún er sérfræðimenntuð í áfalla- og uppeldisfræðum Piu Mellody. Þau fræði fjalla um þróun varnarhátta sem afleiðingu af áföllum í uppvexti okkar og hvernig sú upplifun leiðir til áfallastreitu og meðvirkni á fullorðinsárum.

Berglind hefur yfir 20 ára reynslu af vinnu með fólki allt frá líkamlegri heilsu yfir í tilfinningalega úrvinnslu. Berglind hefur einstakt innsæi í vinnu sinni með fólki ásamt djúpri þekkingu á afleiðingum meðvirkni í lífum einstaklinga og birtingarmyndum hennar. Tilfinningaleg og lausnamiðuð nálgun er ein meðferðarnálgun sem Berglind beitir í þerapíu sinni ásamt núvitundar aðferðum (e. mindfulness). 

Berglind býður upp á meðferð sem heitir MÁPM (PIT) og er meðferðarnálgun sem er hönnuð til að meðhöndla áföll sem verða til í uppvexti og þeim áhrifum sem áföllin hafa á þroska einstaklinga á fullorðinsaldri, betur þekkt sem meðvirkni. Meðferðarnálgunin byggir á sálgreiningu (e. psychoanalytic therapies), gestalt þerapíu (e. gestalt), fjölskyldukerfisfræði (e. family systems theory), tilfærsla í aldurgreiningu sjálfsins (e. transactional analysis), tilfinningalegri meðferðarnálgun (e. rational emotive therapy) ásamt því að styðjast við siðferðisþroskakenningu Erik Erikson og mannúðarkenningu Carl Rogers. Meðferðin snýr að  því að beita einstaklings og hópmeðferðarnálgun þar sem skjólstæðingurinn lærir að takast á við áföllin í uppvexti sínum og síðari birtingarmyndum í daglegu lífi. Nánar er hægt að sjá um slíka meðferð HÉR

 

 

Áherslur
  • Áföll og tilfinningaleg úrvinnsla

  • Meðvirkni

  • Útbrennsla (kulnun)

  • Kvíði og áhyggjur

  • Erfið samskipti

  • Mörk og markaleysi

  • Vandamál tengt mataræði

  • Markmiðasetning og mál tengd heilsu og líkamsrækt

Anna Sigríður.jpg

Viðtalsbókanir

annasigridur@fyrstaskrefid.is

Sími 861 -7201

Áherslur
Anna Sigríður Pálsdóttir  - ráðgjafi

Guðfræðingur Cand. Theol

Handleiðslufræðingur

Sérfræðingur í áfalla- og uppeldisfræði Piu Mellody

Anna Sigríður starfar sem klínískur Þerapisti einstaklinga og handleiðari fagaðila. Anna Sigríður starfaði sem prestur hjá Þjóðkirkjunni á árunum 1997-2014 og sérhæfði sig í ráðgjöf til aðstandenda áfengis- og fíkniefnaneytenda og sálgæslu vegna ástvinamissis og skilnaða. Hún er sérfræðimenntuð í áfalla- og uppeldisfræðum Piu Mellody. Þau fræði fjalla um þróun varnarhátta sem afleiðingu af áföllum í uppvexti okkar og hvernig sú upplifun leiðir til áfallastreitu og meðvirkni á fullorðinsárum. Einnig hefur Anna Sigríður sinnt handleiðslu til fagaðila frá árinu 2000 bæði á Íslandi og í Svíþjóð.


Anna Sigríður er vígður prestur og lauk embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 1996 og námi í Handleiðslu og handleiðslutækni frá Endurmenntun Háskóla Íslands árið 2000.  Hún lauk kennaranámi frá Myndlista- og handíðaskólanum 1968.


Anna Sigríður starfaði árunum 1985 til 1991 hjá  fjölskyldudeild SÁÁ og Fitjum, Kjalarnesi við ráðgjöf til bæði áfengis- og fíkniefnaneytenda og fjölskyldur þeirra.  Árið 1997 vígðist hún til prests og hóf störf hjá Grafarvogskirkju.  Anna Sigríður starfaði einnig við preststörf á Stokkseyri og Eyrarbakka og síðast í Dómkirkju Íslands þar sem hún lauk starfsferlinum hjá kirkjunni 2014.   Frá 1997 hefur hún tvisvar á ári, vor og haust, farið til Linköping í Svíþjóð þar sem hún sér um námskeið fyrir aðstandendur áfengis-og vímuefnaneytenda fyrir ráðgjafafyrirtæki sem heitir Eleonoragruppen og jafnframt sinnt handleiðslu fyrir starfsfólk þar.

Viðtalsbókanir hjá Önnu Sigríði fara fram á annasigridur@fyrstaskrefid.is

  • Einstaklings- og hópahandleiðsla til fagaðila

  • Ráðgjöf til aðstandendur áfengis- og fíkniefnaneytenda

  • Ráðgjöf í meðvirkni

  • Hjóna- og paraviðtöl

  • Sálgæsla vegna ástvinamissis og skilnaða

Alda Áskelsdóttir  - ráðgjafi
Alda mynd (2).jpeg

Alda Áskelsdóttir er með BA gráðu í sálfræði og með MA diplómu í jákvæðri sálfræði.

Jákvæð sálfræði er styrkleikamiðuð nálgun sem leitst við að auka hamingju og vellíðan einstaklingsins, með innihaldsríkt líf að markmiði. Unnið er út frá persónulegum gildum einstaklingsins og hans markmiðum.

 

Alda nýtir gott innsæi í vinnu sinni og nálgast viðfangsefnin af yfirvegun og samkennd.

 

 


alda@fyrstaskrefid.is

Sími 823-0002

Áherslur
  • Einstaklingar

  • Vellíðan

  • Styrkleikar

  • Gildi

  • Núvitund

  • Sjálfsumhyggja/ sjálfsrækt

  • Markmiðasetning

Lora Elín Einarsdóttir - meðferðaraðili
Lori mynd.jpg

lora@fyrstaskrefid.is

Sími 662-5672

Lora Elín er með MA gráðu í félagsráðgjöf. Lora hefur yfirgripsmikla reynslu úr starfi sínu hjá Píeta samtökunum og veitt meðferð við sjálfsvígsvanda auk þess að hafa starfað á geðsviði LSH. Lora nálgast vinnu sína með hlýju, af virðingu og varfærni og beitir innsæi sínu og þekkingu við að aðstoða fólk við að leysa úr vandamálum sínum. Aðferðarfræði hennar er sambland af hjálplegum aðferðum úr félagsráðgjöf og aðferðum sem hún hefur viðað að sér í gegnum árin á borð við námskeið og bækur um díalektíska atferlismeðferð, áhugahvetjandi samtalstækni, lausnarmiðaðri nálgun, sálrænni fyrstu hjálp, meðvirknifræðum, hjartamiðaða meðferð, jákvæðri sálfræði og áfallafræðum.

 

"Saman getum við byrjað að leysa úr vandamálum þínum. Að fjárfesta í geðheilsu þinni er ein allra

mikilvægasta fjárfesting sem þú getur farið í. Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt mína aðstoð á

vegferð þinni til betra lífs og bættrar líðunar."

 

En: For information in English, please write me an email or call me.

Es: Para información en español, por favor escribeme o llamame. 

  • Einmannaleiki

  • Kvíði

  • Álag og streita

  • Þunglyndi

  • Fíkn

  • Verkjavandi og heilsumissir

  • Ofbeldi

  • Meðvirkni

  • Sorg

  • Persónuleikaraskanir

  • Félagslegir erfiðleikar

 

 

Áherslur
Valdimar Þór Svavarsson - fyrirlesari og teymisþjálfi
Valdimar2.JPG
associate-certified-coach-acc.png

MS Stjórnun og stefnumótun

BA félagsráðgjöf

ACC markþjálfi

Vottaður NBI þjálfi

Sérfræðingur í áfalla- og uppeldisfræðum Piu Mellody

Valdimar hefur um langt skeið starfað við ráðgjöf og kennslu á félagslega sviðinu. Valdimar vann í nokkur ár við einstakling- og pararáðgjöf auk þess að svara spurningum fólks um samskipti og sambönd á Mbl.is. Á síðustu árum hefur hann haldið námskeið, fyrirlestra og sinnt teymisþjálfun innan fjölmargra fyrirtækja og stofnanna. Meðal þeirra sem hafa nýtt sér þjónustuna eru félagsþjónustur, skólar, sveitafélög, starfsendurhæfingar og fjölmörg fyrirtæki. Helstu námskeið og þjónustuleiðir eru:

  • Meðvirkni og áföll í uppvextinum - námskeið

  • Virðing á vinnustað - námskeið

  • Brenna út eða blómstra - námskeið

  • Sjálfsmynd og ábyrgð starfsfólks - námskeið

  • Meðvirkni á vinnustað - námskeið

  • Teymisþjálfun / breytingastjórnun

  • Stjórnendaþjálfun

Hægt er að bóka þjónustu og skoða þjónustuleiðir fyrir stofnanir og fyrirtæki með því að smella á hnappinn hér að neðan (Valdimar býður ekki upp á viðtalstíma)