top of page

Framhjáhald og framhaldið

ósátt par.jpg
Framhjáhald er talin ástæða í að minnsta kosti helmingi sambandsslita para og hjóna. Skiptar skoðanir eru á hvað telst vera framhjáhald. Á meðan sumir telja það eingöngu eiga við þegar um kynlíf er að ræða, þá eru talsvert fleiri sem telja að það sé ekki forsenda þess að hægt sé að tala um framhjáhald og birtingamyndir þess margar. 
Námskeiðið er fyrir alla sem upplifað hafa ótrúnað í parsambandi. Námskeiðið er sérstaklega styrkjandi fyrir þolendur en á sama tíma eru upplýsingar námskeiðsins gagnlegar fyrir gerendur og aðstandendur þeirra sem verða fyrir þeirri erfiðu reynslu sem framhjáhöld eru.
  • Lengd námskeiðs: 59 mínútur (þú horfir á þínum hraða)
  • Verð: 9.000.- 
  • Efnisveita: Akademias (þú færist á vef Akademias þegar þú horfir)
  • Mörg stéttarfélög veita styrki vegna námskeiða
   

Fyrirlesari er Valdimar Þór Svavarsson.  Valdimar er sérmenntaður í meðvirkni- og áfallafræðum Piu Mellody, hann er með MS gráðu í stjórnun og stefnumótun, BA gráðu í félagsráðgjöf og ACC vottaður markþjálfi. Valdimar hefur starfað í rúman áratug við ráðgjöf með einstaklingum, pörum og fjölskyldum. Hann sinnir einnig fyrirtækjaráðgjöf og hefur haldið mikinn fjölda námskeiða og fyrirlestra í fyrirtækjum og stofnunum um land allt í tengslum við samskipta- og mannauðsmál.

Valdimar2_edited.jpg
bottom of page