top of page
 Young Woman Contemplating

MÁPM: Nám í Meðvirkni- OG ÁFALLAmeðferð
Piu Mellody

 

Meðvirkni- og áfallameðferð Piu Mellody fjallar um aðferð sem fagaðilar geta nýtt til þess að vinna með einstaklinga sem orðið hafa fyrir áföllum í uppvextinum sem síðar á lífsleiðinni hafa alvarleg áhrif á þroska, líðan og hegðun.

uM PIU MELLODY

piamellody.jpg

Pia Mellody er sjálf þolandi ofbeldis og vanrækslu í uppvexti og áttaði sig á því upp úr 1970 að þær meðferðarnálganir sem voru í boði á þeim tíma voru ekki nægilega áhrifaríkar til að mæta hennar eigin þörfum og þörfum skjólstæðinga sinna. 

Hún starfaði á þeim tíma hjá meðferðarstofnuninni The Meadows sem er virt meðferðarstofnun í Pheonix Arisona í Bandaríkjunum og hóf að gera rannsóknir þar með viðtölum við þjónustuþega meðferðarstofnunarinnar. Pia Mellody fór að þróa meðferðarnálgun sína með áhrifaríkum hætti. Meðferðarnálgun Piu Mellody er grunnur meðferðarnálgunar hjá meðferðarstofnuninni The Meadows í Bandaríkjunum og kallast þar Post Induction Thearpy (PIT). The Meadows hafa í meira en 40 ár verið í fremstu röð í meðferðum þar sem áhersla er á einstaklinga sem þjást vegna áfalla í uppvextinum og vanvirkra hegðunareinkenna sem af því hljótast.  Einnig eru meðferðaraðilar í Bandaríkjunum, Bretlandi, Íslandi og víðar sem hafa hlotið þjálfun í áfalla- og meðvirknifræðum Piu Mellody og nýta sér þessa meðferðarnálgun í vinnu sinni. Hjá Fyrsta skrefinu starfa þrír meðferðaraðilar sem lokið hafa framhaldsmenntun í meðferðarfræðum Piu Mellody (e. Advanced PIT practitioners).

Pia Mellody hefur gefið út nokkrar bækur út frá rannsóknum sínum, þar á meðal bækurnar Facing co-dependency, Facing love addiction og Intimacy factor.

fyRIR HVERJA ER NÁMIÐ?

Conference Seating

Námið er ætlað fagfólki sem hefur menntun og reynslu á félagslega sviðinu s.s. sálfræði, félagsráðgjöf, guðfræði og aðrir ráðgjafar og meðferðaraðilar. Námið er sérstaklega hagnýtt fyrir þá sem vilja dýpka verulega innsýn inn í birtingamyndir þess að alast upp við vanvirkar aðstæður og fá verkfæri til þess að vinna að meðferðarvinnu.

Pia Mellody leggur fram módel sem sýnir tengsl vanvirks uppeldis (áfalla í samskiptum) og vandamála síðar á lífsleiðinni, þar á meðal skort á tilfinningalegu jafnvægi, tengslavanda, skapgerðarvanda, stjórnleysi, fíkn og ýmis önnur vandamál. Kunnáttan á einkar vel við þegar rætt er um vandamál í samskiptum og nánum samböndum auk innri vanlíðan af ýmsu tagi.

 

Reynsla MÁPM meðferðaraðila er sú að fagfólk og aðrir hafa tekið fagnandi við fræðslu í tengslum aðferðina. Hún þykir einkar hagnýtt og kröftugt í meðferðarvinnu. Meðferðaraðilar hafa notað þekkinguna með góðum árangri og talsverð eftirspurn eftir nálguninni. Þá hefur Fyrsta skrefið haldið námskeið um efnið í nokkur ár og fjöldi þátttakenda eru í hundruðum talið og eftirspurnin stöðugt að aukast. Meðal þeirra sem hafa falast eftir fræðslu og námskeiðum um efnið eru félagsþjónustur víða um land, fyrirtæki, kennarafélög, skólar, meðferðastofnanir og starfsendurhæfingar.

 

MÁPM meðferðarnálgunin byggir á sálgreiningu (e. psychoanalytic therapies), gestalt þerapíu (e. gestalt), fjölskyldukerfisfræði (e. family systems theory), tilfærsla í aldurgreiningu sjálfsins (e. transactional analysis), tilfinningalegri meðferðarnálgun (e. rational emotive therapy) ásamt því að styðjast við siðferðisþroskakenningu Erik Erikson og mannúðarkenningu Carl Rogers. Auk þess er notast við verkfæri jákvæðrar sálfræði, lausnamiðamiðaðrar nálgunar, markþjálfunar (e. coaching), hlutverkafræða í vanvirkum fjölskyldum (e. family roles in disfunctional families) kennt við Sharon Wegscheider-Cruse og tengslakenning John Bowlby. Meðferðin snýr að  því að beita einstaklings og hópmeðferðarnálgun þar sem skjólstæðingurinn lærir að takast á við áföllin í uppvexti sínum og síðari birtingarmyndum í daglegu lífi.

HVERS ER vænst AF

ÞÁTTTAKENDUM?

Writing by the Water

Talsverður munur er á því að fræðast um aðferðarfræðina og að nota hana í starfi með einstaklingum.

 

Námið er fyrir fagaðila sem vilja dýpka þekkingu sína og kunna að greina tengls á milli áfalla í uppvextinum og þeirra skekkja sem þau valda innra með einstaklingum. Námið er hagnýtt fyrir fagaðila sem hyggjast nota meðvirkni- og áfallameðferð í meðferðarvinnu með skjólstæðingum.

 

Til þess að útskrifast úr sem MÁPM meðferðaraðili þurfa einstaklingar að sitja tvær þriggja daga námslotur, ásamt hóphandleiðslutímum, samtals 52 kennslustundir. Þar að auki þurfa þeir að undirbúa sig fyrir námskeiðið með ákveðinni sjáfsvinnu.

 

Sá hluti námsins sem fellur undir sjálfsvinnu er ófrávíkjanlegur og nauðsynlegt að þeir sem hyggjast fá MÁPM réttindi hafi persónulega reynslu af aðferðinni. Það er mikilvægt fyrir þátttakendur að taka virkan þátt í sjálfsvinnunni og sitja allt námið til þess að útskrifast.​​

menntunarkröfur

Working Cafe

Lágmarkskröfur í námið er að hafa lokið meistaranámi á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda, s.s. á sviði sálfræði, félagsráðgjafar, guðfræði og hjúkrunar. Aðilar með diplomanám á meistarastigi í fjölskyldumeðferð eru einnig hvattir til að sækja um. Þátttakendur þurfa einnig að hafa haldbæra reynslu af vinnu með fólki. Hægt er að sækja um ef meistaranám stendur yfir hjá umsækjanda en umsóknir sem uppfylla fyrrgreind skilyrði ganga fyrir. 

 

Hvað er kennt í náminu?

Female Lecturer

​MÁPM - lota 1

  • Birtingamyndir ofbeldis og vanrækslu og áhrif þessara þátta á mismunandi tímabil í uppvexti barna

  • Mótun hlutverka í vanvirkum fjölskyldum og tengsl þeirra við meðvirkni

  • Sérþekking á fimm grunneiginleikum sem fram koma í módeli Piu Mellody og hvernig skekkjur gagnvart þeim birtast í tengslum við erfiðleika í samskiptum og nánum samböndum á fullorðinsárum

  • Meðferðarnálgun í tengslum við módel Piu Mellody 

  • Tengsl meðvirkni og lágs sjálfsmats og þroska einstaklingsins

  • Tengsl meðvirkni og erfiðleika með að setja mörk

  • Tengsl meðvirkni og fíknivanda

  • Færni til að vinna með og aðstoða fólk sem hefur orðið fyrir áföllum í uppvextinum

  • Greining mismunandi birtingamynda meðvirkrar hegðunar og innri vanlíðanar sem af henni stafar

  • Innleiðing á hagnýtri matsmeðferð vegna meðferðarvinnu með skjólstæðingum

  • Hvernig bornar tilfinningar og ómeðvituð yfirfærsla á sér stað

  • Samþætting lausnamiðaðrar nálgunar og meðferðarvinnu með meðvirkni og áföll kynnt

  • Þekking á styrkingu virks fullorðins einstaklings (e. functional adult) og hvernig unnið er að því með skjólstæðingum áður en farið er að vinna að innri barnavinnu og áfallameðferð

  • Farið yfir faglega nálgun meðferðaraðila og mikilvægi þess að þekkja eigin takmarkanir og hvenær beita ætti meðferð og hvenær ekki

MÁPM - lota 2

  • Fræðsla um innri barnavinnu og sársaukaminnkandi áfallavinnu með skjólstæðingum

  • Notkun meðvirkni- og áfallameðferðar kennd í formi reynslunáms

  • Ítarleg greining á uppruna áfalla í uppvextinum og hvernig þau birtast út frá mismunandi þroskaskeiðum

  • Að greina og útskýra Særða barnið, Aðlagaða særða barnið og Aðlagaða fullorðna særða barnið í samanburði við fullorðinn einstakling með virkan þroska

  • Farið yfir birtingamyndir viðbragða við erfiðleikum hjá skjólstæðingum og hvaða þættir eru mikilvægastir þegar unnið er úr þeim

  • Ítarleg greining á yfirfærslu tilfinninga og hvernig unnið er með það sem kallast "borin skömm"

  • Greining og mat á viðeigandi meðferðarnálgun út frá stöðu skjólstæðinga

  • Kennsla aðferða sem nýtast skjólstæðingum við að sinna eigin vexti og bata í framhaldi meðferðar

  • Fræðsla um tengsl meðvirkni- og áfallafræða við ástarfíkn og ástarforðun (e. love addiction – love avoidant)

 

dagsetningar og verð

Therapist

Dagsetning

Athugið að það er takmarkaður fjöldi þátttakenda og færri hafa komist að en viljað í námið og því kostur að senda skráningu inn fyrr en síðar.

Fyrri lota 4. til 6. október 

Seinni lota 25.-27. október

Kennsla er frá 09:00 - 17:00

Verð 

350.000.- krónur 

100.000.- króna óendurkræft staðfestingargjald

Innifalið í verði eru námsloturnar, aðstoð við undirbúningsvinnu, tveir hóphandleiðslutímar eftir að námi lýkur, námsefni og bækur sem tengjast náminu.

 

Boðið er upp á að skipta greiðslum og umsækjendum bent á að athuga með styrki hjá stéttarfélögum.

Takmarkaður fjöldi þátttakenda

Umsjón og kennsla

bm1.jpg

Berglind Magnúsdóttir

MA félagsráðgjöf

MÁPM sérfræðingur

(Advanced PIT practitioner)

Valdimar2.JPG

Valdimar Þór Svavarsson 

MS stjórnun og stefnumótun

 BA félagsráðgjöf

MÁPM sérfræðingur

(Advanced PIT practitioner)

ACC markþjálfi

Anna Sigríður.jpg

Anna Sigríður Pálsdóttir, Guðfræðingur Cand. Theol. 

Handleiðslufræðingur 

MÁPM sérfræðingur

(Advanced PIT practitioner)

bottom of page