top of page
strengir.jpg
580b57fbd9996e24bc43bfdc.png

Meðvirkni

Podcastið

Vertu velkomin/nn í hóp fólks sem hefur áhuga á meðvirkni og þeim óteljandi birtingamyndum sem hún hefur. Eftir áratuga störf við ráðgjöf og meðferðarvinnu ásamt sérfræðimenntun á sviði meðvirkni og áfalla, hefur safnast upp mikil reynsla úr okkar persónulega lífi og lífi annarra sem við viljum miðla til þín. Tilgangurinn með Meðvirkni podcastinu er að þú getir verið hluti af sívaxandi hópi fólks sem vill vita meira, fá góðar hugmyndir byggðar á reynslu og öðlast frelsi frá meðvirkninni. Þetta sameiginlega ferðalag gæti orðið það verðmætasta sem þú hefur farið í!

Umfjöllunarefnin eru margskonar og byggja bæði á faglegum grunni og raunverulegum aðstæðum úr hversdagsleikanum þar sem við tökumst á við svo mörg andlit meðvirkninnar. Við snertum á raunverulegum orsökum hennar og einkennum. Áföll, ótti, áhugaleysi, kvíði, þunglyndi, markaleysi, neikvæðni, alvarleg streita, kulnun, lágt sjálfsvirði, einmannaleiki, átök í nánum samböndum, skömm og reiði eru á meðal fjölmargra atriða sem koma til sögunnar. Við förum ekki síður í gegnum leiðir til að auka kærleika í eigin garð, að styrkjast, að setja öðrum mörk, að öðlast gott sjálfstraust, bætt samskipti og sambönd, aukið hugrekki, tilgangur og gleði í lífinu.

 

Með því að skrá þig fyrir aðeins 1.900 krónur á mánuði færð þú aðgang að öllum þáttum sem komnir eru ásamt nýjum þáttum sem koma með reglulegum hætti. Þú getur líka nýtt þér ýmsar hugleiðslur og verkfæri sem hjálpa þér að líða betur og takast á við verkefni sem þú stendur frammi fyrir. Ofan á þetta allt býðst þér ókeypis aðgangur að sérstökum námskeiðum sem boðið er upp á fyrir áskrifendur og fara fram á netinu. Það er engin binditími, þér er velkomið að hætta í áskrift þegar þú vilt. Vertu velkomin í góðan hóp – hlökkum til að hafa þig með okkur.

bottom of page