







námskeið - fyrirlestrar - teymisþjálfun - stefnumótun
Fyrsta skrefið býður upp samstarf með fyrirtækjum sem vilja auka gæði vinnustaðarins, efla og hvetja starfsfólk ásamt því að auka starfsánægju. Valdimar Þór Svavarsson sinnir ráðgjöf fyrir fyrirtæki og stofnanir og hefur um árabil sinnt námskeiðum, fyrirlestrum og teymisvinnu í tengslum við mannauðsmál af ýmsu tagi. Þar með talið eru teymisþjálfun, breytingastjórnun, stefnumótun, samskiptahegðun og starfsánægja. Hann er með MS gráðu í stjórnuna og stefnumótun og BA gráðu í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands, ACC vottaðun sem markþjálfi, NBI (Neethling Brain Instrument) master trainer og sérmenntaður í meðvirknifræðum Piu Mellody.
Hér að neðan er hægt að skoða helstu þjónustuleiðir og nánari upplýsingar um ráðgjafa
Virðing á vinnustað
Framkoma á vinnustað hefur mikið að segja um ánægju starfsfólks og viðskiptavina. Hér er áhugaverður fyrirlestur um undirstöðuatriði virðingar á vinnustað.
Meðvirkni á vinnustað
Þetta námskeið fjallar um meðvirkni, birtingamyndir hennar, hvaða afleiðingar hún getur haft á vinnustað og hvernig hægt er að vinna gegn henni.
Hver er þinn persónuleiki?
NBI greining er viðurkennd aðferð til þess að greina hugsanasnið einstaklinga og á hvaða sviðum styrkleikar og veikleikar liggja. Greiningin opnar nýjar víddir í sjálfsskilningi auk þess sem samstarfsfólk fær betri skilning á hvort öðru. Einnig er í boði að fá teymisgreiningar.
Komið í veg fyrir kulnun
Kulnun eða útbrennsla er alvarlegt ástand sem mikilvægt er að fyrirbyggja til þess að koma í veg fyrir heilsubrest og mikinn kostnað fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Ánægja í starfi
Hnitmiðað námskeið sem fjallar um lykil kenningar og atriði sem snerta starfsánægju og hvernig við varðveitum gleði í vinnunni. Skemmtilegt og fræðandi námskeið sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.
Vinnustaðagreining
Með vinnustaðagreiningu er starfsfólki og stjórnendum boðið upp á gagnvirkt samtal með það markmið að auka gæði vinnustaðarins. Með því að veita starfsfólki athygli á þennan hátt er stuðlað að minni starfsmannaveltu, fækkun fjarvista og meiri starfsánægju.
Umsagnir
Valdimar Þór Svavarsson - fyrirlesari og ráðgjafi

valdimar@fyrstaskrefid.is
Sími 821-0808

MS Stjórnun og stefnumótun
BA félagsráðgjöf
ACC markþjálfi
Vottaður NBI þjálfi
Sérfræðingur í áfalla- og meðvirknifræðum Piu Mellody
Valdimar hefur um langt skeið starfað við fyrirlestra og ráðgjöf. Valdimar situr fyrir svörum lesenda Mbl.is og hefur verið fastur liður á Rás 1 sem ráðgjafi vegna samskiptamála innan fyrirtækja. Á síðustu árum hefur hann verið með námskeið, haldið fyrirlestra og sinnt teymisþjálfun og stefnumótun innan fjölmargra fyrirtækja og stofnanna ásamt kennslu við Háskóla Íslands. Meðal notenda þjónustunnar eru fjölmörg fyrirtæki, sveitarfélög og ríkisstofnanir
Helstu áherslur og þjónustuleiðir fyrir fyrirtæki og stofnanir:
-
Meðvirkni og áföll í uppvextinum - námskeið
-
Virðing á vinnustað - námskeið
-
Brenna út eða blómstra - námskeið
-
Sjálfsmynd og ábyrgð starfsfólks - námskeið
-
Teymisþjálfun / breytingastjórnun
-
Stefnumótun
-
Mannauðsmál
Hægt er að bóka þjónustu og skoða þjónustuleiðir fyrir stofnanir og fyrirtæki með því að smella á hnappinn hér að neðan
