Stefnumótun,greining,

námskeið og Persónuleg þjálfun

Fyrsta skrefið býður upp samstarf með fyrirtækjum sem vilja auka gæði vinnustaðarins, efla og hvetja starfsfólk ásamt því að auka starfsánægju. Valdimar Þór Svavarsson sinnir fyrirtækjaráðgjöf í tengslum við stefnumótun, mannauðsstjórnun, þjálfun og kennslu. Námskeið og fyrirlestrar fyrir fyrirtæki og stofnanir eru á ýmsum sviðum sem skoða má hér að neðan. Valdimar hefur margra ára reynslu af fjölbreyttri ráðgjöf og námskeiðs- og fyrirlestrahaldi. Hann er með MS gráðu í stjórnuna og stefnumótun og BA gráðu í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands. Valdimar lærði markaðs- og útfluttningsfræði hjá Endurmenntun HÍ og Auglýsingatækni hjá NTV. Hann hefur auk þess lokið ICF vottuðu markþjálfunarnámi ásamt því að vera sérmenntaður í meðvirknifræðum P. Mellody.

Nánari upplýsingar í síma 821-0808 eða með því að hafa samband með því að ýta á hnapp hér að neðan. 

Komið í veg fyrir kulnun

Kulnun, annað orð yfir útbrennslu er algengt viðfangsefni í nútíma samfélagi þar sem gríðarleg samfélagsleg breyting hefur orðið á skömmum tíma. Fyrirtæki og stofnanir þurfa að huga sérstaklega að fyrirbyggjandi aðgerðum til þess að komast hjá stórauknum kostnaði sem fylgir því að starfsmenn brenni út sem eykur fjarveru frá vinnu til muna. 

Vinnustaðagreining og gæðamat

Starfsánægja endurspeglar árangur fyrirtækja á marga vegu. Algengt umkvörtunarefni starfsmanna fyrirtækja eru skortur á upplýsingagjöf og að störf þeirra séu vanmetin. Stefna fyrirtækja þarf að skila sér með markvissum hætti til starfsfólks í öllum þrepum til þess að hún skili sem bestum árangri.  

Stefnumótun

Eigendur og stjórnendur fyrirtækja takast á við margþætt verkefni á hverjum einasta degi. Í mörgum tilvikum verða dagleg verkefni og áreiti til þess að yfirsýn og upphafleg stefna gleymist. Tími stjórnenda og annarra starfsmanna fer fyrst og fremst í að bregðast við (reactive) í stað þess að fylgja stefnu og markmiðum eftir á skipulagðan hátt (proactive). 

 
 

Persónuleg stefnumótun og styrkur

Öflugt og lifandi námskeið sem hreyfir við þátttakendum á margan hátt. Námskeiðinu er ætlað að vera hvetjandi og efla eldmóð og kraft. Farið er á hagnýtan hátt í gegnum lykilatriði sem snúa að styrkleikum og markmiðum hvers og eins.

Sjálfsmynd og ábyrgð

Sjálfsmynd og ábyrgð er hnitmiðað námskeið þar sem fjallað er um nokkrar lykil kenningar um líðan, vöxt og þróun sjálfsmyndar einstaklinga. Sjálfsmynd og tengsl hennar við sjálfsvirðingu er skoðuð með tilliti til innri styrks, sjálfstrausts og að axla ábyrgð á sjálfum sér og því sem maður gerir. 

Virðing á vinnustað

Framkoma á vinnustað hefur mikið að segja um ánægju starfsfólks og viðskiptavina. Hér er á ferðinni áhugaverður fyrirlestur um mótun virðingar, hvernig tengist hún okkur og hvað skiptir mestu máli til þess að hún sé í eðlilegri virkni.

Ekki þessa meðvirkni!

Á þessu námskeiði er hugtakið "meðvirkni" grandskoðað og hvaða orsakir og afleiðingar meðvirkni getur haft í för með sér.

Hópefli

Hressandi námskeið þar sem samtakamáttur og gleði ráða ríkjum. Tilvalið námskeið til þess að brjóta upp hversdagsleikann og gera vinnudaginn ógleymanlegan. Frábær leið til að þétta hópinn.

1 / 1

Please reload

Umsagnir

Hafa samband

Fyrsta skrefið

​​Síðumúla 28, 108 Reykjavík, 2. hæð t.v., efra plan.

Fjölheimar Selfossi, Tryggvagata 13

Sími: 783 6610

kt. 280479-5869

e-mail: fyrstaskrefid@fyrstaskrefid.is​

www.fyrstaskrefid.is

  • Black Facebook Icon