top of page

ráðgjöf - námskeið - fyrirlestrar
teymisþjálfun - stefnumótun

Góð samskipti og ánægjulegur starfsandi eru í senn mikilvæg og verðug viðfangsefni í öllum fyrirtækjum og stofnunum. Eigendur og stjórnendur fyrirtækja finna vel fyrir því þegar þessir þættir eru ekki í lagi, hvort sem það á við vinnustaðinn í heild eða einstaka deildir. Í mörgum tilvikum er erfitt að átta sig á hvað raunverulega er að þegar illa gengur að róa í sömu átt og ná þeim árangri sem stefnt er að. Hvort sem það eru breytingar, stefnumótunarvinna eða nauðsynleg inngrip sem þarf að sinna þá finna allir fyrir því ef samskiptum, virðingu og heiðarleika er ábótavant innan vinnustaða. Í versta falli veldur það verulegum skaða á starfsemi fyrirtækja og stofnanna þegar samskiptavandi er látinn óáreittur og útkoman getur augljóslega leitt til verri afkasta, meiri kostnaðar, lægri tekna og talsverðri aukningu á fjarvistum, starfsmannaveltu og útbrennslu starfsfólks. 

 

Fyrsta skrefið býður upp samstarf með fyrirtækjum sem vilja auka gæði vinnustaðarins, efla og hvetja starfsfólk ásamt því að auka starfsánægju. Valdimar Þór Svavarsson sinnir ráðgjöf fyrir fyrirtæki og stofnanir og hefur um árabil sinnt fjölbreyttum verkefnum innan fjölda skipulagsheilda. Hann er með MS gráðu í stjórnuna og stefnumótun og BA gráðu í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands, sveinspróf í rafvirkjun, ACC vottaður markþjálfi og sérmenntaður í meðvirknifræðum Piu Mellody. Fjölbreytt menntun og reynsla hefur sannað gildi sitt þegar kemur að skilningi á þörfum stjórnenda og annarra starfsmanna mismunandi vinnustaða. 

Umsagnir nokkurra viðskiptavina

Dæmi um námskeið fyrir mannauð fyrirtækja og stofnana

handshake_2083366b.jpg

Virðing á vinnustað

Framkoma á vinnustað hefur mikið að segja um ánægju starfsfólks og viðskiptavina. Hér er áhugaverður fyrirlestur um undirstöðuatriði virðingar á vinnustað.

Meðvirkni.jpg

Meðvirkni á vinnustað

Þetta námskeið fjallar um meðvirkni, birtingamyndir hennar,  hvaða afleiðingar hún getur haft á vinnustað og hvernig hægt er að vinna gegn henni.

NBI.png

Hver er þinn persónuleiki?

NBI greining er viðurkennd aðferð til þess að greina ríkjandi persónuleikaeinkenni einstaklinga og á hvaða sviðum styrkleikar og veikleikar liggja. Greiningin opnar nýjar víddir í sjálfsskilningi auk þess sem samstarfsfólk fær betri skilning á hvort öðru. Einnig er í boði að fá teymisgreiningar.

Kulnun.jpg

Komið í veg fyrir kulnun

Kulnun eða útbrennsla er alvarlegt ástand sem mikilvægt er að fyrirbyggja til þess að koma í veg fyrir heilsubrest og mikinn kostnað fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

12-elements-training-manual-template.png

Ánægja í starfi

Hnitmiðað námskeið sem fjallar um lykil kenningar og atriði sem snerta starfsánægju og hvernig við varðveitum gleði í vinnunni. Skemmtilegt og fræðandi námskeið sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.

vöxtur fyrirtækja.png

Vinnustaðagreining 

Með vinnustaðagreiningu er starfsfólki og stjórnendum boðið upp á gagnvirkt samtal með það markmið að auka gæði vinnustaðarins. Með því að veita starfsfólki athygli á þennan hátt er stuðlað að minni starfsmannaveltu, fækkun fjarvista og meiri starfsánægju.

Valdimar2_edited_edited.jpg
ACC vottun markþjálfa

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi

MS Stjórnun og stefnumótun

Sérfræðingur í meðvirknifræðum Piu Mellody

BA félagsráðgjöf

ACC markþjálfi

Vottaður NBI þjálfi

Helstu áherslur og þjónustuleiðir fyrir fyrirtæki og stofnanir:

  • Stuðningur við stjórnendur og annað starfsfólk

  • Fræðsla og ráðgjöf

  • Úrlausn krefjandi samskiptamála

  • Ráðgjöf vegna breytingastjórnunar

  • Námskeið og fyrirlestrar

bottom of page