top of page
öndun.jpg

Transformational breath®

Umbreytandi öndun

Opin og flæðandi andardráttur, opið og flæðandi líf.

 

Transformational Breath® gefur okkur tækifæri til að tengjast andanum og með því finnum við endurnýjaða tilfinningu fyrir gleði, hugarró og tilgangi. Ef þú ert að leita að leið til að umbreyta lífi þínu er Transformational Breath® frábær staður til að byrja.

 

Hver er ávinningur Transformational Breath?

Ávinningurinn er í þremur þrepum.

 

Líkamlega: Djúp þindöndun gerir súrefninu kleift að ná til frumna okkar og líffæra, sem eykur orku og hjálpar til við að afeitra og hreinsa líkamann.

 

Hugarfarslega og tilfinningalega: Öndunin hjálpar okkur að draga úr streitu og ýta undir tilfinningar um ró og frið.

 

Andlega: Full, meðvituð tengd öndun getur hjálpað okkur að tengjast okkar æðra sjálfi og nýtt meðfædda visku okkar.

 

Fegurðin við Transformational Breath® er að það virkar á öllum þessum þremur þrepum, öndunin gerir okkur kleift að samþætta áföll heildrænt og lifa okkar besta lífi. Við getum sleppt takinu á því sem þjónar okkur ekki lengur, sem opnar fyrir nýja möguleika einungis með því að anda meðvitað.

 

Breyttu því hvernig þú andar og þú breytir lífi þínu. Þetta eru orð Dr. Judith Kravitz stofnanda Transformational Breath foundation. Við þurfum öll á andardrættinum að halda og eiga persónulegt samband við hann. Ef þú veist ekki hvernig þú andar er möguleiki að þú sért að loka á lífskraftinn sem býr nú þegar í þér. Þessi lífskraftur er falinn undir streitu og áföllum sem birtist með ýmsum myndum eins og þunglyndi, kvíði, vanmáttur og ráðaleysi svo eitthvað sé nefnt. Andardrátturinn er lykilinnihaldsefnið að okkar sanna sjálfi.

Nú er í fyrsta sinn hægt að fara í einstaklingstíma í Transformational Breath á Íslandi. Þú getur bókað tíma hjá Berglindi Magnúsdóttur Tranformational Breath meðferðaraðila með því að smella HÉR. Auk þess sem öndunartæknin er nýtt á námskeiðinu Nýtt upphaf sem hægt er að skoða betur með því að smella HÉR.

Transformational breath meðferðaraðili

Berglind Magnúsdóttir er klínískur félagsráðgjafi, MA. Grundvöllur í hennar störfum er virðing fyrir manngildi og sérstöðu hvers einstaklings og trú á getu hans til að nýta hæfileika sína til fullnustu. Berglind er viðurkenndur Transformational Breath meðferðaraðili og lærði tæknina meðal annars undir handleiðslu Dr. Judith Kravitz stofnanda Transformational Breath stofnunaninnar. Berglind er brautryðjandi Transformational Breath á Íslandi. Hún er einnig sérmenntuð í MÁPM (meðvirkni- og áfallafræði Piu Mellody) sem er meðferðarnálgun hönnuð til að meðhöndla áföll sem verða til í uppvextinum og þeim áhrifum sem áföllin hafa á þroska einstaklinga á fullorðinsaldri, betur þekkt sem meðvirkni. Í dag starfar Berglind Magnúsdóttir hjá Fyrsta Skrefinu og sem stundakennari við Háskóla Íslands þar sem hún kennir MÁPM meðferðarnálgunina til meistaranema í félagsráðgjöf.

bottom of page