Námskeið á næstunni

Codependency1.jpg

Meðvirkni og áföll í uppvextinum

Meðvirkni er stórt vandamál. Vandinn er víðtækur, allt frá óöryggi, eftirgjöf, framtaksleysi, kvíða, , skömm, sektarkennd, samskiptaörðugleikum, hjónabandsörðugleikum, ótti við álit annarra, stjórnsemi,  og lágt sjálfsmat svo eitthvað sé nefnt.

hands-holding.jpg

Para- og hjónanámskeið

Góð sambönd verða ekki til fyrir tilviljun og óhætt að segja að fátt sé verðmætara en að fjárfesta í ástarsambandi okkar. Þetta námskeið er fullt af áhugaverðum atriðum og verkfærum sem byggja á rannsóknum og reynslu varðandi hjón og pör. 

hope.jpg

Meðvirkninámskeið

Skálholti - 5 dagar

Meðvirkninámskeiðin í Skálholti hafa vakið mikla athygli og hefur þátttakan verið afburðagóð frá fyrsta námskeiðinu sem haldið var í nóvember 2009. 

Umsjón með námskeiðinu hefur sr. Anna Sigríður Pálsdóttir.

Námskeiðið hefst kl. 10.00 á mánudegi og því lýkur um kaffileytið á föstudegi. Hámarksfjöldi þátttakenda er 20 manns og vænta má biðlista á námskeiðið.

ástarfíkn.jpg

Sársauki í samböndum

Á þessu áhugaverða námskeiði verður fjallað um hvað veldur því að þekkt hringrás eigi sér stað í samböndum þar sem miklar öfgar, óvissa, vanlíðan og sársauki eru algengur hluti af parasambandi.

Eye Close Up

Meðvirkni og áfallameðferð

Tveggja daga meðferð í höndum Berglindar Magnúsdóttur. Meðferðin kallast  Intesive  therapy – PIT og er lokað úrræði sem eingöngu er í boði fyrir fáa aðila sem þurfa að hafa lokið ákveðnu ferli áður en að meðferðinni kemur.

Fyrir fyrirtæki og stofnanir

Persónuleg stefnumótun og styrkur

Öflugt og lifandi námskeið sem hreyfir við þátttakendum á margan hátt. Námskeiðinu er ætlað að vera hvetjandi og efla eldmóð og kraft. Farið er á hagnýtan hátt í gegnum lykilatriði sem snúa að styrkleikum og markmiðum hvers og eins.

Virðing á vinnustað

Framkoma á vinnustað hefur mikið að segja um ánægju starfsfólks og viðskiptavina. Hér er á ferðinni áhugaverður fyrirlestur um mótun virðingar, hvernig tengist hún okkur og hvað skiptir mestu máli til þess að hún sé í eðlilegri virkni.

Ekki þessa meðvirkni!

Á þessu námskeiði er hugtakið "meðvirkni" grandskoðað og hvaða orsakir og afleiðingar meðvirkni getur haft í för með sér.

Hópefli

Hressandi námskeið þar sem samtakamáttur og gleði ráða ríkjum. Tilvalið námskeið til þess að brjóta upp hversdagsleikann og gera vinnudaginn ógleymanlegan. Frábær leið til að þétta hópinn.

Vinnustaðagreining og gæðamat

Starfsánægja endurspeglar getur endurspeglað árangur fyrirtækja á víðtækan máta. Algeng umkvörtunarefni starfsfólks er skortur á viðurkenningu á vinnuframlagi ásamt skorti á upplýsingaflæði. Með vinnustaðagreiningu er starfsfólki og stjórnendum boðið upp á gagnvirkt samtal með það markmið að auka gæði vinnustaðarins.

Stefnumótun fyrirtækja

Eigendur og stjórnendur fyrirtækja takast á við margþætt verkefni á hverjum einasta degi. Í mörgum tilvikum verða dagleg verkefni og áreiti til þess að yfirsýn og upphafleg stefna gleymist. Tími stjórnenda og annarra starfsmanna fer fyrst og fremst í að bregðast við (reactive) í stað þess að fylgja stefnu og markmiðum eftir á skipulagðan hátt (proactive). 

 
 

1 / 1

Please reload

credit-card-logo.png