
Námskeið á næstunni

Meðvirkni og áföll í uppvextinum
Meðvirkni er stórt vandamál. Vandinn er víðtækur, allt frá óöryggi, eftirgjöf, framtaksleysi, kvíða, , skömm, sektarkennd, samskiptaörðugleikum, hjónabandsörðugleikum, ótti við álit annarra, stjórnsemi, og lágt sjálfsmat svo eitthvað sé nefnt.

Para- og hjónanámskeið
Góð sambönd verða ekki til fyrir tilviljun og óhætt að segja að fátt sé verðmætara en að fjárfesta í ástarsambandi okkar. Þetta námskeið er fullt af áhugaverðum atriðum og verkfærum sem byggja á rannsóknum og reynslu varðandi hjón og pör.
Meðvirkninámskeið
Skálholti - 5 dagar
Meðvirkninámskeiðin í Skálholti hafa vakið mikla athygli og hefur þátttakan verið afburðagóð frá fyrsta námskeiðinu sem haldið var í nóvember 2009.
Umsjón með námskeiðinu hefur sr. Anna Sigríður Pálsdóttir.
Námskeiðið hefst kl. 10.00 á mánudegi og því lýkur um kaffileytið á föstudegi. Hámarksfjöldi þátttakenda er 20 manns og vænta má biðlista á námskeiðið.

Sársauki í samböndum
Á þessu áhugaverða námskeiði verður fjallað um hvað veldur því að þekkt hringrás eigi sér stað í samböndum þar sem miklar öfgar, óvissa, vanlíðan og sársauki eru algengur hluti af parasambandi.

Meðvirkni og áfallameðferð
Tveggja daga meðferð í höndum Berglindar Magnúsdóttur. Meðferðin kallast Intesive therapy – PIT og er lokað úrræði sem eingöngu er í boði fyrir fáa aðila sem þurfa að hafa lokið ákveðnu ferli áður en að meðferðinni kemur.
Fyrir fyrirtæki og stofnanir

Vinnustaðagreining og gæðamat
Starfsánægja endurspeglar getur endurspeglað árangur fyrirtækja á víðtækan máta. Algeng umkvörtunarefni starfsfólks er skortur á viðurkenningu á vinnuframlagi ásamt skorti á upplýsingaflæði. Með vinnustaðagreiningu er starfsfólki og stjórnendum boðið upp á gagnvirkt samtal með það markmið að auka gæði vinnustaðarins.

Stefnumótun fyrirtækja
Eigendur og stjórnendur fyrirtækja takast á við margþætt verkefni á hverjum einasta degi. Í mörgum tilvikum verða dagleg verkefni og áreiti til þess að yfirsýn og upphafleg stefna gleymist. Tími stjórnenda og annarra starfsmanna fer fyrst og fremst í að bregðast við (reactive) í stað þess að fylgja stefnu og markmiðum eftir á skipulagðan hátt (proactive).
◄
1 / 1
►
