top of page

NBI-360 ° hugsanagreining

NBI logo.png

Allt sem við gerum byrjar í heilanum

Hvernig við hugsum, bregðumst við öðrum, tökum ákvarðanir, eigum samskipti, veljum okkur störf, stjórnum fólki og ölum upp börnin okkar - það veltur allt á því hvernig persónuleiki við erum. Kostirnir sem fylgja því að skilja persónuleika sinn eru meðal annars að mynda betri tengsl, vera virkari þátttakandi í teymisvinnu og eykur líkurnar á að við tökum skynsamlegar ákvarðanir. Að taka betri ákvarðanir um vinnu og starfsferil eða velja rétta fagið eða námsleiðina getur með tímanum leitt til uppbyggilegra og meira gefandi einkalífs og atvinnulífs.

Til að skilja betur persónuleika okkar - þurfum við að nota vottað og vel rannsakað mælitæki. Við bjóðum upp á Neethling hugmælitækið (Neethling Brain Instrument), NBI™.

NBI 360° hugsanagreining gefur vísbendingar um hvernig:

  • við komum fram við aðra

  • við stundum viðskipti

  • við eigum samskipti

  • við leysum vandamál

  • við kjósum að forgangsraða

  • við myndum tengsl

360° hugsun okkar gefur vísbendingu um hvernig við hneigjumst til að eiga samskipti, stjórna, læra, kenna, leiða, leysa vandamál, taka ákvarðanir og mynda sambönd og margar fleiri hliðar lífsins. Kostirnir sem fylgja því að skilja persónuleika þinn eru m.a. að þú myndar betri tengsl, ert virkari þátttakandi í teymisvinnu og ert líklegri til að taka skynsamlegar og viðeigandi ákvarðanir. 

Gerð hafa verið snið af yfir 2.000.000 einstaklingum á ýmsum aldri frá mörgum löndum með NBI™. Nú eru til 20 mismunandi NBI™-greiningar til bæði persónulegra og viðskiptalegra nota.

Úrvinnsla greininga er í höndum Valdimars Þórs Svavarssonar vottaðs NBI greiningaraðila. 

bottom of page