top of page
Meðvirkni og áföll í uppvextinum
Netnámskeið á ZOOM

Meðvirkni er alvarlegt vandamál sem snertir flestalla strengi lífs þeirra sem við hana etja. Hún er falin, sorgleg, öflug, lamandi, eyðandi og vekur upp fjölmargar vondar tilfinningar innra með okkur. Hugtakið meðvirkni er mikið notað og áhugi fyrir því hefur aldrei verið meiri. Þó svo að margir telji sig vita hverjar birtingamyndir meðvirkni geta verið þá vita fáir hver raunveruleg orsök hennar er og hvað hún hefur mikil áhrif á öll okkar sambönd, samskipti og líðan. 

Meðal þeirra tilfinninga, upplifana og erfiðleika sem meðvirkni getur skapað eru skömm, öryggisleysi, undanlátsemi, framtaksleysi, þunglyndi, sektarkennd, samskiptaörðugleikar, vandi í samböndum, ótti við álit annarra, stjórnsemi, fíknir, tómleiki og lágt sjálfsmat svo eitthvað sé nefnt.

Á þessu námskeiði verður farið ítarlega yfir hugtakið meðvirkni, hverjar orsakir hennar eru, helstu einkenni og hvaða áhrif hún hefur á hversdagslegt líf okkar auk þess sem leiðir til bata eru kynntar. 

„Meðvirkninámskeiðið opnaði algjörlega augun mín fyrir hlutum sem stóðu í veginum

fyrir því að ég gæti upplifað eðlilegt líf“ B.J.

„Eye opening! Skemmtilegra en mig grunaði, heinlega stórskemmtilegt og hló oft upphátt

af því ég var að tengja svo mikið. Nú veit ég af hverju ég er meðvirk - vissi það aldrei áður. Það er gott að skilja. Hefði vilja sitja miklu lengur. Hvetjandi að hlusta á fáranlega hressan einstakling sem hefur farið í gegnum ýmislegt sem augljóslega hefur tekist að vinna í sínu, þá verður batinn og ferlið ekki eins fjarlægt manni. Takk“.

„Stórgóð framsetning og flutningur. Ég vildi að ég hefði séð þetta með þessum hætti fyrr.

Ef ég réði þá væri þetta efni skyldufag í 10. bekk grunnskóla.“

„Ég hélt að meðvirkni ætti bara við um aðstandendur alkahólista en sé að hún getur haft

áhrif á alla“ E.G.

„Magnaður fyrirlestur og ný nálgun, gott fyrir mig sem móður, eiginkonu og kennara“ H.L.

"Ég upplifði ég hefði þarna loksins tækifæri til þess að skilgreina sjálfa mig í minni meðvirkni og gat séð hvernig hún hafði þróast frá barnæsku. Það er alltaf gott að taka til sín það sem við á og átta sig á því hvar maður er veikur fyrir þannig að hægt sé að byrja að vinna með það. Eins erfitt og það getur verið að horfast í augu við sjálfa/n sig og fortíðina, þá er það forsenda þess að brjótast út úr mynstrinu til þess að öðlast betra jafnvægi og sjálfsvirði. Þarna fékk ég loksins verkfærakistu sem ég get nýtt mér í áframhaldandi vinnu. Námskeiðið ætti að vera skyldufag fyrir alla - Meðvirkni 101!" Þ.I.

Dagsetning 7. febrúar 2024

  • Klukkan 17:00-19:00

  • Þátttakendur fá sendan Zoom hlekk

  • Staðsetning: Netnámskeið - Zoom

  • Verð 16.000.-

 

Valdimar2.JPG

Fyrirlesari er Valdimar Þór Svavarsson.  Valdimar er með MS gráðu í stjórnun og stefnumótun, BA gráðu í félagsráðgjöf, ACC vottaður markþjálfi ásamt því að vera sérmenntaður í áfalla- og uppeldisfræðum Piu Mellody sem fjalla um meðvirkni og áfallavinnu. Valdimar hefur starfað til fjölda ára við ráðgjöf með einstaklingum, pörum og fjölskyldum og haldið tugi námskeiða og fyrirlestra um meðvirkni og áföll. 

Bókunarskilmálar: Eingöngu hægt að greiða með greiðslukorti og nauðsynlegt að greiðsla fari fram til þess að tryggja bókun sætis. Ef óskað er eftir að afbóka námskeið þarf að senda póst á fyrstaskrefid@fyrstaskrefid.is. Námskeið fást að fullu endurgreidd ef þau eru afbókuð með að lágmarki 3 virkra daga fyrirvara, auk þess sem hægt er að velja um að færa bókun á næsta skráða námskeið ef það hentar. Ef námskeið eru afbókuð með styttri fyrirvara fást þau ekki endurgreidd og ekki er hægt að færa á milli námskeiða. 

bottom of page