Sársauki í samböndum

Á þessu áhugaverða námskeiði verður fjallað um hvað veldur því að þekkt hringrás eigi sér stað í samböndum þar sem miklar öfgar, óvissa, vanlíðan og sársauki eru algengur hluti af parasambandi.

 

Í huga margra er algengt að makinn sem þeir kynnast breytist frá því að vera draumaprinsinn eða prinsessan, yfir í að vera einstaklingur sem getur orðið fjarlægur, dónalegur, yfirgangssamur, óheiðarlegur og jafnvel ofbeldisfullur. Að sama skapi finna margir fyrir því að makinn verði háður sér, eigi erfitt með að standa á eigin fótum og að hann sé að kæfa sig í kröfum um samveru og nánd. Þessi hringrás hefur með hugtak að gera sem kallast ástarfíkn og ástarforðun (e. love addiction/love avoidant).

 

Þetta er algengt fyrirbæri sem fjöldi fólks tengir við og upplifir jafnvel að eigi sér stað aftur og aftur innan sama sambands eða milli mismunandi sambanda.

 

Á námskeiðinu verður farið ítarlega yfir þessa hringrás, hvernig hún lítur út og hvað veldur því að við virðumst fara inn í hana aftur og aftur auk þess að fjalla um leiðir til bata. Leiðbeinendur námskeiðsins eru hjónin og ráðgjafarnir Valdimar Þór Svavarsson og Berglind Magnúsdóttir sem bæði hafa yfirgripsmikla þekkingu á viðfangsefninu og nálgast efnið á einlægan og fræðandi máta.

„Óþægilega einlægt og "spot on" námskeið sem varpaði ljósi á svo margt sem hefur alltaf verið vandamál í mínu lífi. Valdimar og Berglind eru óhrædd við að deila sinni reynslu og þekkingu. Frábært!“ U.P.

Hvenær: Auglýst síðar

Hvar: Síðumúla 28

Klukkan: 18-21

verð: 11.500.- kr - ath -10% afsláttur ef bókuð eru tvö sæti

Léttar veitingar í boði

Fyrsta skrefið

​​Reykjavík: Síðumúla 23, 108 Reykjavík, 2. hæð

Selfossi: Austurvegi 6 3. hæð t.h. 

Sími: 783 6610

e-mail: fyrstaskrefid@fyrstaskrefid.is​

www.fyrstaskrefid.is

Hafa samband
  • Black Facebook Icon