Sjálfsmynd og ábyrgð

Sjálfsmynd og ábyrgð er hnitmiðað námskeið þar sem helstu kenningar um líðan, vöxt og sjálfsmynd eru skoðaðar. Námskeiðið hjálpar þátttakendum að rýna í persónulegar langanir og þarfir ásamt því að sjá hvernig sjálfsmyndin þróast og verður til. Sjálfsvirði og sjálfstraust er skoðað í tengslum við sjálfsmyndina og hvað það er að vera á þeim stað í persónulegum þroska að upplifa sig sterkan og ábyrgðarfullan einstakling í lífi og starfi. 

Tímalengd: 2 klst

Fjöldi: Allt að 20 manns

Halldór Nikulás Lárusson, deildarstjóri þjónustudeildar Reykjavíkurborgar   

"Valdimar hélt námskeið hjá okkur í Þjónustudeild Reykjavíkurborgar undir yfirskriftinni "Sjálfsmynd og ábyrgð". Í stuttu máli má segja að námskeiðið hafi hitt beint í mark hjá starfsfólkinu. Vandmeðförnu og mikilvægu efni var komið til skila með fagmannlegri, en um leið afar skemmtilegri og grípandi framsetningu. Ég mæli eindregið með Valdimari og fyrirtæki hans í þjálfun starfsfólks og önnur vinnustaðatengd verkefni."

Nánari upplýsingar veitir Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi

valdimar@fyrstaskrefid.is eða í síma 821-0808

Fyrsta skrefið

​​Reykjavík: Síðumúla 23, 108 Reykjavík, 2. hæð

Selfossi: Austurvegi 6 3. hæð t.h. 

Sími: 783 6610

e-mail: fyrstaskrefid@fyrstaskrefid.is​

www.fyrstaskrefid.is

Hafa samband
  • Black Facebook Icon