Komið í veg fyrir kulnun
Kulnun (e. burnout), annað orð yfir útbrennslu er algengt viðfangsefni í nútíma samfélagi þar sem gríðarleg samfélagsleg breyting hefur orðið á skömmum tíma sem leitt hefur til aukinnar streitu. Kulnun er alvarlegt ástand þar sem líkamleg og sálræn heilsa er orðin mjög slæm. Einkenni kulnunar eru meðal annars svefnvandamál, pirringur, áhugaleysi, gleymska og getur leitt til sjúklegs ástands þar sem algjör örmögnun á sér stað. Ekki er óalgengt að einstaklingur þurfi að lágmarka álag í marga mánuði og jafnvel ár til þess að ná heilsu eftir að hafa brunnið út.
Fyrirtæki og stofnanir þurfa að huga sérstaklega að fyrirbyggjandi aðgerðum til þess að komast hjá stórauknum kostnaði sem fylgir því að starfsmenn brenni út. Mörg atriði ýta undir kulnunarástand, bæði í vinnu og einkalífi. Með því að þekkja þessi atriði er hægt að lágmarka hættu á kulnun, bæta líf starfsfólks og um leið minnka kostnað fyrirtækja og stofnanna vegna fjarveru starfsfólks í tengslum við útbrennslu.
Lengd fyrirlestrar: 1 klst
Fjöldi: Ótakmarkaður
Upplýsingar í síma 8210808 eða á valdimar@fyrstaskrefid.is
Valdimar hélt námskeið hjá okkur í Þjónustudeild Reykjavíkurborgar undir yfirskriftinni "Sjálfsmynd og ábyrgð". Í stuttu máli má segja að námskeiðið hafi hitt beint í mark hjá starfsfólkinu. Vandmeðförnu og mikilvægu efni var komið til skila með fagmannlegri, en um leið afar skemmtilegri og grípandi framsetningu. Ég mæli eindregið með Valdimari og fyrirtæki hans í þjálfun starfsfólks og önnur vinnustaðatengd verkefni.
Halldór Nikulás Lárusson, deildarstjóri þjónustudeildar hjá Reykjavíkurborg
Valdimar hefur komið töluvert að kennslu hjá Fræðslunetinu sem og þróun námskeiða sem sniðin voru að þörfum viðskiptavina okkar.
Samstarf við hann er til mikillar fyrirmyndar og áhugi hans, þekking og reynsla hefur skilað sér með eftirtektarverðum hætti á námskeiðum hjá okkur. Gæðamat Fræðslunetsins á námskeiðum sýnir skýrt hversu vel hann nær til þátttakenda og umsagnir þeirra eru framúrskarandi.
Sandra D. Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Fræðslunetinu - símenntun á Suðurlandi.
Hvatning til jákvæðni og góðra samskipta á milli einstaklinga.
Skemmtileg samvera og leið til þess að efla liðsheildina.
Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands
Kennarar voru mjög ánægðir með fyrirlesturinn, framsetningin mjög skýr og Valdimar leysti vel úr öllum spurningum.
Í framhaldi af fyrirlestrinum ræddi starfsfólk mikið um efni hans og þótti það gagnlegt bæði fyrir sig persónulega og vegna kennslunnar.
Við þökkum kærlega fyrir okkur.
Helga Sighvatsdóttir aðstoðarskólastjóri, Tónlistarskóli Árnesinga
Valdimar kom og hélt fyrirlestur um sjálfsvirðinguna á Degi prents og miðlunar hjá IÐUNNI fræðslusetri. Hann náði sérstaklega vel til hópsins þar sem hann notar mikið af raundæmum og talar af einlægni. Ég gef Valdimari mín bestu meðmæli.
Ingi Rafn Ólafsson sviðsstjóri prent- og miðlunarsviðs IÐUNNAR fræðsluseturs