top of page

Stefnumótun fyrirtækja

Eigendur og stjórnendur fyrirtækja takast á við margþætt verkefni á hverjum einasta degi. Í mörgum tilvikum verða dagleg verkefni og áreiti til þess að yfirsýn og upphafleg stefna gleymist. Tími stjórnenda og annarra starfsmanna fer fyrst og fremst í að bregðast við (reactive) í stað þess að fylgja stefnu og markmiðum eftir á skipulagðan hátt (proactive). Við það geta verðmæti tapast og líkur minnkað á að ná forskoti á markaði. 

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu býður upp á samstarf við lítil og millistór fyrirtæki þar sem komið er að stefnumótunarvinnu, hvort sem um er að ræða fyrirtæki sem hafa verið með starfsemi í einhvern tíma eða við stofnun nýrra fyrirtækja. Í slíku ferli er unnið markvisst og á gagnrýninn hátt með þætti sem sannast hefur að geti haft úrslitaáhrif á vöxt fyrirtækja.

Við stefnumótun er meðal annars boðið upp á eftirfarandi:

  • 360° greining (viðskiptahugmynd, viðskiptatengsl, fyrirtækið og rekstur)

  • SVOT greining (styrkleikar, veikleikar, ógnanir og tækifæri)

  • Heróp

  • Gildi

  • Skipulag og framkvæmdaáætlun

  • Verkefnastjórnun

  • Stjórnarseta

Einnig er hægt að horfa á netnámskeið í tengslum við stjórnun og starfsanda í fyrirtækjum. Námskeiðin er hægt að skoða með því að smella á hnappinn hér að neðan. 

Nánari upplýsingar: valdimar@fyrstaskrefid.is eða í síma 8210808

bottom of page