top of page
Virðing á vinnustað
Framkoma á vinnustað hefur mikið að segja um ánægju starfsfólks og viðskiptavina. Hér er á ferðinni áhugaverður fyrirlestur um mótun virðingar, hvernig tengist hún okkur og hvað skiptir mestu máli til þess að hún sé í eðlilegri virkni.

  • Lengd: 1 klst
  • Fjöldi: Ótakmarkaður
Nánari upplýsingar í síma 821-0808 eða með því að fylla út fyrirspurn hér að neðan.

​Valdimar hélt námskeið hjá okkur í Þjónustudeild Reykjavíkurborgar undir yfirskriftinni "Sjálfsmynd og ábyrgð". Í stuttu máli má segja að námskeiðið hafi hitt beint í mark hjá starfsfólkinu. Vandmeðförnu og mikilvægu efni var komið til skila með fagmannlegri, en um leið afar skemmtilegri og grípandi framsetningu. Ég mæli eindregið með Valdimari og fyrirtæki hans í þjálfun starfsfólks og önnur vinnustaðatengd verkefni.

Halldór Nikulás Lárusson, deildarstjóri þjónustudeildar hjá Reykjavíkurborg

Valdimar hefur komið töluvert að kennslu hjá Fræðslunetinu sem og þróun námskeiða sem sniðin voru að þörfum viðskiptavina okkar.

Samstarf við hann er til mikillar fyrirmyndar og áhugi hans, þekking og reynsla hefur skilað sér með eftirtektarverðum hætti á námskeiðum hjá okkur. Gæðamat Fræðslunetsins á námskeiðum sýnir skýrt hversu vel hann nær til þátttakenda og umsagnir þeirra eru framúrskarandi.

Sandra D. Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Fræðslunetinu - símenntun á Suðurlandi.

Hvatning til jákvæðni og góðra samskipta á milli einstaklinga.
Skemmtileg samvera og leið til þess að efla liðsheildina.

Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands

Kennarar voru mjög ánægðir með fyrirlesturinn, framsetningin mjög skýr og Valdimar leysti vel úr öllum spurningum.
Í framhaldi af fyrirlestrinum ræddi starfsfólk mikið um efni hans og þótti það gagnlegt bæði fyrir sig persónulega og vegna kennslunnar. 
Við þökkum kærlega fyrir okkur. 

Helga Sighvatsdóttir aðstoðarskólastjóri, Tónlistarskóli Árnesinga

Valdimar kom og hélt fyrirlestur um sjálfsvirðinguna á Degi prents og miðlunar hjá IÐUNNI fræðslusetri. Hann náði sérstaklega vel til hópsins þar sem hann notar mikið af raundæmum og talar af einlægni. Ég gef Valdimari mín bestu meðmæli.

Ingi Rafn Ólafsson sviðsstjóri prent- og miðlunarsviðs IÐUNNAR fræðsluseturs

Please reload

bottom of page