top of page

Mikilvægt er að lesa leiðbeiningar textann hér að neðan áður en hafist er handa við NBI-greininguna.

Til þess að geta tekið NBI-greiningu þarft þú að vera með aðgangskóða (profile code) frá Fyrsta skrefinu.

Ef þú ert nú þegar komin/nn með lykilorð þá heldur þú einfaldlega áfram að lesa leiðbeiningarna hér að neðan. Ef þú hefur áhuga á að kaupa NBI-greiningu getur þú sent okkur póst á fyrstaskrefid@fyrstaskrefid.is. Verð á mismunandi greiningum má sjá með því að smella HÉR

Það tekur um það bil 15-25 mín. að svara báðum hlutum greiningarinnar. Mikilvægt er að gefa sér tíma til þess að taka greininguna án utanaðkomandi áreitis. Ef greiningin er gerð í álagi og streitu eru meiri líkur á að útkoman sé ekki fullomlega rétt.

Svona tekur þú greininguna:

  1. Þú byrjar á því að lesa þessar leiðbeiningar af gaumgæfni - frá upphafi til enda!

  2. Smellir svo á takkann hér neðst á síðunni sem færir þig á vefsíðu NBI.

  3. Sláðu inn tölvupóstfangið þitt sem í "Candidate Email" reitinn og lykilorðið í "Profile Code" reitinn .

  4. EKKI smella á Íslenska fánann í fyrstu valmyndinni. Þú velur tungumálið í valmynd 2 -  Hægt er að taka greininguna á 14 tungumálum - þar á meðal á íslensku.

  5. Fylgdu leiðbeiningunum vel í greiningunni sjálfri, og svaraðu með hjartanu með það að leiðarljósi hvernig þú ert en ekki hvernig þig langar til að vera eða hefur á tilfinningunni að ætlast er til að þú sért.

Flestar huggreiningar eru tvískiptar.

  1. Fyrst færðu 30 skjámyndir þar sem þú þarft að forgangsraða 4 fullyrðingum í forgangsröð út frá þínu eigin gildismati og tilfinningu, því sem á best við þig. Fylgdu innsæi þínu. Þetta er eingöngu fyrri hluti greiningarinnar. Algengurstu mistökin sem fólk gerir er að halda að greiningunni sé lokið á þessum tímapunkti. Haltu áfram í næsta hluta.

  2. Þegar fyrri hluta er lokið heldur þú áfram og þá birtast þér 16 skjámyndir með fjórum spurningum á hverri skjámynd. Þar velur þú eina fullyrðingu/staðhæfingu umfram aðra. Hér muntu í einhverjum tilfellum lenda í lítilsháttar vandræðum með að velja á milli fullyrðinga en það á sér eðlilega skýringu sem við ræðum betur þegar þú færð niðurstöðurnar afhentar. Hér er best að dvelja ekki of lengi við hvert atriði heldur svara eftir innsæinu. Gangi þér vel!

bottom of page